Update af mér

Úff ég hef ekki verið að standa mig í þessum bloggheimi. Ætla að reyna að bæta úr því núna. Ég verð eiginlega að segja ykkur frá einu sem kom fyrir mig um daginn...

Ég var semsagt að dansa með Mögdu, Fifi og Nouru á frekar stóru giggi, sem var konukvöld hjá fyrirtæki hér í bæ. Það var alveg geðveikt stuð! Eníveis, þá vorum við búnar að ákveða að taka faraónik dansinn okkar, þrátt fyrir að við vorum í raun ekki í réttu búningunum fyrir hann (Við vorum í tvískiptum búningum en hefðum í raun átt að vera í Kleópötrubúningum). Allavega, fólk sem veit það ekki er nú kannski ekki mikið að spá í því haha. Bara svona folklorik nörd eins og ég.... en ok já það fyndna var sko.......að þar sem ég var ekki vön að dansa þennann dans í þessum búning, þá tókst það ekki betur til en að þegar ég var að fara niður (þær sem þekkja dansinn vita hvar ég er að tala um) tókst mér að stíga á pilsið. Svo þegar ég fór aftur upp rann ég á pilsinu og datt á rassinn!!! Ekkert smá neyðarlegt at the time, en ég reyndi nú bara að nota húmorinn og gera gott úr því hehe. Núna get ég ekki hætt að hlæja þegar ég hugsa um þetta. Hlýtur að hafa verið skondið að sjá.0

Svo er bara að taka sig til í andlitinu. Við förum til Stokkhólms á fimtudaginn (Magda fer reyndar á mánudag). Ég er ekki einu sinni byrjuð að þrengja búningana. Talaði við Lelu í gær og hún sagði mér allt nýjasta slúðrið hehe.0 Hún er búin að skamma Maher fyrir að kaupa svona fáránlega ferkantaða búninga. Hann heldur greynilega að við séum allar fæddar saumakonur!! Við fáum að vera með peningabelti við faraóbúningana (bara peninga, ekkert efni). Lela er að redda þeim fyrir okkur. Svo er bara að lita hárið, vaxa, fara í neglur og allt þetta vanalega, svo ég geti verið Soheir í öllu mínu veldi. Hahahah, ok sorrý það kom smá Silvíu Night fílingur í mig þarna.

Ok! Held ég hafi ekkert meira að segja í bili. Þarf að fara að standa mig betur í backstage myndunum, er ekki búin að vera nógu dugleg.. Svo skilst mér að við fáum restina af myndunum frá Vorsýningunni núna um helgina! Vúhúúú! Ef það stennst, þá lofa ég að setja þær á bellydance.is áður en ég fer út.0


Pælingar

Ég var að horfa á Danmerkurmeistaramótið í magadansi 2005 á dvd sem ég keypti af Linneu. Þetta er soldið fyndin mynd. Soldið eins og documentary, með viðtölum við stelpurnar og sona. Þær voru nú margar spaugilegar þarna og greynilegt að samkeppnin er mikil í Danmörku. Þá er ég ekki bara að meina tæknilega séð....

Eníveis! Ég var nú fyrirfram búin að gera mér ákveðnar hugmyndir um hver mér þætti best. Allavega af þessum 3 stúlkum sem ég þekki og hef séð dansa (Linneu, Lelu og Signe). Ég komst þó að þeirri niðurstöðu eftir að hafa horft á þær, að ég gat ekki sagt að ein þeirra væri betri en önnur. Þær eru nefnilega svo gjörsamlega ólíkar og með svo ólíka dansa. Á meðan ein lagði áherslu á tæknina, lagði önnur mestu áhersluna á tilfininguna og innlifunina. Ekki þar með sagt að einhverri þeirra hafi vantað eitthvað af þessu, þær voru bara að sýna það mismikið.

Þetta er einmitt kosturinn við að fá alla þessa gestakennara sem við fáum í Kramhúsinu. Hver þeirra hefur einhvern spes eiginleika, eitthvað sem hann/hún sérhæfir sig í. Þannig náum við sem nemendur að sérhæfa okkar eigin stíl, með því sem okkur finnst henta okkur í hverri og einni. Við erum ótrúlega heppnar að fá alla þessa flóru af ólíkum stílum og áherslum. Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt!

Mér finnst soldið asnalegt þegar ég heyri suma dansara segja að þeir hafi nú ekki áhuga á hinum og þessum stíl og vilji ekki læra hann. Sumir vilja bara dansa trommusóló og slæðudans eða eitthvað álika. Sem er samt alveg gott mál. Ekkert að því að sérhæfa sig í því sem maður hefur mestann áhuga á. En proffessional dansari þarf í mínum augum að hafa grunnþekkingu í öllum stílum. Þá er ég ekki að meina amerískt tribal eða fusion, heldur folklorik, sem er grunnurinn að því sem við erum að gera í dag. Tribal og fusion (tribal er fusion) er kannski í tísku núna og kannski er það framtíðin. Allavega er það vinsælt í USA. En við megum ekki láta klassíska magadansinn deyja út. Við þurfum að halda í grunninn og muna hvaðan þetta allt er upprunið.


Backstage...

Fékk mér nýja myndavél í New York og er búin að vera að taka soldið af myndum. Ætla að hafa vélina núna meðferðis útum allt og á öll gigg og allar sýningar og taka myndir baksviðs (fyrst ég get ekki tekið myndir á sviðinu hehe). Var með hana um daginn þegar við dönsuðum í Austurbæ og er búin að setja þær í nýtt albúm hér til hliðar. Svo bæti ég í það eftir því sem þær bætast við. Þannig að nú getið þið séð hvað við erum klikk og hvað það er svakalega mikið stuð alltaf hjá okkur0


Sabah Superstar

Jæja, þá er það orðið official og búið að skrifa undir samninga. Sabah, er gengin til liðs við The Bellydance Superstars!!! Það ætti nú ekki að koma neinum á óvart enda einn besti performer sem ég hef séð og svo gefandi persóna. Nú er hún að fara að sýna í Las Vegas næstu helgi með hópnum og mun síðan halda til Evrópu í sýningarferðalag. Ekkert smá mikið gaman hjá henni! Hún mun samt koma aftur til Íslands og kenna okkur í Kramhúsinu, vonandi í haust. Verður gaman að heyra allt um þetta ævintýri.

Sýningin

                                                                     Ljósmynd: Guðmundur Ari              

Jæja, ég er komin heim frá New York. Það var svaka stuð og mikið að sjá. Kom heim föstudagsmorgun og fór beint heim að sofa. Vaknaði síðan og fór að hafa mig til fyrir sýningu kvöldsins, sem var auðvitað vorsýningin okkar í Iðnó. Sýningin var alveg mögnuð! Hún heppnaðist alveg frábærlega, kannski fyrir utan tvö tæknileg atriði eins og gerist svo oft. Það var alveg frábært að hafa byrjendur og framhald1 stelpunar með. Þær stóðu sig alveg frábærlega og mér sýndist þær skemmta sér konunglega. Sólóin voru æði. Allar voru með spuna, þannig að það var allt voða spennandi að sjá. Ég var ekki búin að æfa mig neitt, enda lítill tími til þess í NY, en ég held að mér hafi gengið alveg ágætlega. Ég var allavega alveg að fíla mig þarna á sviðinu hahaha. Set eina mynd með. Það voru tveir ljósmyndarar að taka myndir og nú munum við fá að sjá mikið af geggjuðum myndum, miðað við sýnishornin sem ég er búin að sjá. En við erum ekki búnar að fá þær enþá. Ég set þær á bellydance.is alveg um leið og það gerist.


Sjáumst á sýningunni!

Jæja þá er það New York á morgun! Kem ekki heim fyrr en á sýningardaginn, en það verður hægt að ná í mig á email. Sjáumst hress og kát í Iðnó!! Hægt verður að kaupa miða í miðasölu Iðnó og á www.midi.is


Allt a gerast!

Jæja, þá var ég að kenna síðasta kennslutímann fyrir framhald1. Er ekkert smá ánægð með hópinn, þær eru geggjaðar! Ég samdi dans spes fyrir þær við geðveikt kúl lag. Verður gaman að sjá þær á sviði!

Við erum nefnilega að fara að halda sýningu! Vorum svo heppnar að dagsetningin sem við óskuðum eftir losnaði í Iðnó, þannig að það verður semsagt sýning þar föstudaginn 21. apríl. Þá munu byrjendur, framhald1 og framhald2 sýna hvað í þeim býr! Byrjendur og framhald1 munu sýna sitthvorann dansinn sem þær eru búnar að læra hjá mér og Fifi. Síðan ætlum við að frumsýna baladi dansinn frá Maher, sem er alveg ótrúlega skemtilegur. Minnir mest á eitthvað sem maður sér í music video. Flestar framhald2 stelpunar munu síðan taka sóló, líklega frumsamda dansa eða spuna. Það er svo magnað að sjá hvað hver og ein nýtur sín vel og hvað allar eru ólíkar. Við erum allar með svo ólíkann stíl og höfum okkar galla og styrkleika á mismunandi sviðum, sem gerir þetta að fjölbreyttum hóp.Ég er ekki búin að ákveða hvað ég mun taka. Bara buin að ákveða í hvaða búning ég verð hahahah! Er að reyna að finna lag, en það er eitthvað að flækjast fyrir mér þessa dagana. Afhverju eru öll klassísk lög svona hrikalega löng?! Ég vil hafa þetta stuttann og hnitmiðaðann dans, en ekki langann og langdreginn, eins og mér finnst þeir oft verða ef þeir fara yfir 7 mínúturnar.

Allavega ekki mikill tími fyrir mig að æfa, því ég er að fara til NEW YORK á miðvikudaginn og verð í 8 daga!! Jeminn hvað mig hlakkar hrikalega til! Kem svo til baka daginn fyrir sýninguna, með jetlag og læti...0

Svo kemur Linnea 1. maí og verður í 3 vikur! Fylgist með á bellydance.is.


Stokkhólmur

Jæja þá er allt í kringum Stokkhólm komið á hreint. Noura, Fifi, Magda, Zizi, Shadia, Erla, Ludy og ég erum að fara. Svo hittum við Særós á staðnum, þar sem hún er flutt til Danmerkur og kemur þaðan. Hún náði sem betur fer Maher námskeiðinu áður en hún fór. Vá ég er svo spennt og mér finnst svo stutt í þetta!

Ætli það sé hægt að læra og muna 5 kóreugrafíur á 3 dögum? Ég ætla allavega að reyna það! Og ef ég gleymi einhverju, þá er ég samt búin að læra fullt, sem ég get notað í mína eigin dansa. Búin að velja kennarana sem eru : Khaled Mahmoud-oriental, Yourssry Sharif- cane/beladi, Zeina- tabla solo og Ahmed Fekry- street shabi. Við erum allar að taka eitthvað mismunandi, sem er ótrúlega gott, því þá komum við með alveg stútfulla sýningu heim!! Svo verða æfingar á hverjum degi með Shams El Amar og við sýnum á laugardeginunm. Sem gerir fyrir mig ca. 16 tíma dans yfir 4 daga..... Maður kemur allavega heim í góðu formi!


Meiri test!

What Kind of Belly Dancer are You?

You are a Folkloric Belly Dancer! In fact, we can't even call you a belly dancer -- you prefer the term Raks Sharki or Oriental Danse. Your choreographies are spot on authentic and your costumes are the real deal. You wouldn't dream of doing a Saudi step in a Ghawazee dress. A card-carrying member of the ethnic police, you keep the rest of us in line -- the debke line, that is

TAKTU PRÓFIÐ HÉR


Smá test handa ykkur

Klikkið HÉR ef þið þorið. Bara um magadans ég lofa. 0

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband