Stokkhólmur

Jæja þá er allt í kringum Stokkhólm komið á hreint. Noura, Fifi, Magda, Zizi, Shadia, Erla, Ludy og ég erum að fara. Svo hittum við Særós á staðnum, þar sem hún er flutt til Danmerkur og kemur þaðan. Hún náði sem betur fer Maher námskeiðinu áður en hún fór. Vá ég er svo spennt og mér finnst svo stutt í þetta!

Ætli það sé hægt að læra og muna 5 kóreugrafíur á 3 dögum? Ég ætla allavega að reyna það! Og ef ég gleymi einhverju, þá er ég samt búin að læra fullt, sem ég get notað í mína eigin dansa. Búin að velja kennarana sem eru : Khaled Mahmoud-oriental, Yourssry Sharif- cane/beladi, Zeina- tabla solo og Ahmed Fekry- street shabi. Við erum allar að taka eitthvað mismunandi, sem er ótrúlega gott, því þá komum við með alveg stútfulla sýningu heim!! Svo verða æfingar á hverjum degi með Shams El Amar og við sýnum á laugardeginunm. Sem gerir fyrir mig ca. 16 tíma dans yfir 4 daga..... Maður kemur allavega heim í góðu formi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

èg hlakka svo til :D tad verdur svo gaman :D:D:D

p.s. tad er særós, ekki særósu, tad gerist oft ad fólk beygjir nafnid mitt eins og rósa í stadinn fyrir rós.

Særós (IP-tala skráð) 24.3.2006 kl. 13:58

2 identicon

Sorrý eskan :) Ég skal laga.

Soheir (IP-tala skráð) 24.3.2006 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband