Sumar og sól

Jæja þá er sumarið komið! Ekkert smá næs að fá mánuð af launuðu sumarfríi.Cool Næstu helgi er förinni heitið til kóngsins Kaupmannahafnar. Það verður skrítið að koma þangað aftur eftir 5 ára hlé, en ef einhver veit það ekki, þá bjó ég þar einu sinni í 10 ár og á þar marga vini. Þetta verður nú ekki alveg dans laus ferð. Ég mun fara á sumarskóla Sofiu og Maizenu og taka 8 tíma workshop í "trommusóló og kúl steps", hjá Sofiu Vester. Svo mun ég einnig flækjast með Lelu og sjá hana dansa á hinum ýmsu veitingastöðum. Verður pottþétt svaka stuð.

Ég er byrjuð að dansa í Magadanshúsinu. Ég gat ekki hugsað mér að fara að halda margra mánaða sumarfrí í dansinum svona nýkomin frá Stokkhólmi. Josy er frábær dansari, sem hún sannaði svo sannarlega í Stokkhólmi og hún getur kennt mér margt. Það er challenge að dansa hjá henni, því ég þarf að æfa mig mikið og taka mig á í ýmsu sem ég veit að hefur vantað uppá hjá mér. Frábært að hafa fastann kennara sem getur fylgst með þessu hjá manni.

Svo er keppnin í september og ég ætla svo sannarlega að vera með og mæli með því. Ég keppti í fyrsta sinn í fyrra og það var gaman, þó ég hafi ekki lennt í sæti. Það er ekkert endilega aðal atriðið. Maður lærir bara svo ótrúlega mikið á að vinna í því að semja sinn eiginn dans og vinna í sínum eigin dansstíl. Einnig er gott að fá komment um hvað maður hefði mátt gera betur. Hvernig á maður annars að læra á mistökum sínum og þróa í sér betri dansara?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heyrðu gaman að sjá að þú bloggar stundum! Hafðu það gott í sumarfríinu og í Köben. Vonandi ég verð á Íslandi í september.Mig langar líka að keppa. Kveðja. Rosana.

Rosana (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband