Allt a gerast!

Jæja, þá var ég að kenna síðasta kennslutímann fyrir framhald1. Er ekkert smá ánægð með hópinn, þær eru geggjaðar! Ég samdi dans spes fyrir þær við geðveikt kúl lag. Verður gaman að sjá þær á sviði!

Við erum nefnilega að fara að halda sýningu! Vorum svo heppnar að dagsetningin sem við óskuðum eftir losnaði í Iðnó, þannig að það verður semsagt sýning þar föstudaginn 21. apríl. Þá munu byrjendur, framhald1 og framhald2 sýna hvað í þeim býr! Byrjendur og framhald1 munu sýna sitthvorann dansinn sem þær eru búnar að læra hjá mér og Fifi. Síðan ætlum við að frumsýna baladi dansinn frá Maher, sem er alveg ótrúlega skemtilegur. Minnir mest á eitthvað sem maður sér í music video. Flestar framhald2 stelpunar munu síðan taka sóló, líklega frumsamda dansa eða spuna. Það er svo magnað að sjá hvað hver og ein nýtur sín vel og hvað allar eru ólíkar. Við erum allar með svo ólíkann stíl og höfum okkar galla og styrkleika á mismunandi sviðum, sem gerir þetta að fjölbreyttum hóp.Ég er ekki búin að ákveða hvað ég mun taka. Bara buin að ákveða í hvaða búning ég verð hahahah! Er að reyna að finna lag, en það er eitthvað að flækjast fyrir mér þessa dagana. Afhverju eru öll klassísk lög svona hrikalega löng?! Ég vil hafa þetta stuttann og hnitmiðaðann dans, en ekki langann og langdreginn, eins og mér finnst þeir oft verða ef þeir fara yfir 7 mínúturnar.

Allavega ekki mikill tími fyrir mig að æfa, því ég er að fara til NEW YORK á miðvikudaginn og verð í 8 daga!! Jeminn hvað mig hlakkar hrikalega til! Kem svo til baka daginn fyrir sýninguna, með jetlag og læti...0

Svo kemur Linnea 1. maí og verður í 3 vikur! Fylgist með á bellydance.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er mjög spennandi tími framundan, er að æfa, en alveg eins og þú er ég í vandræðum með kassísku lögin,
því þau eru lööööng. Ohh ég hlakka til. Byrjenda stelpurnar eru reyndar voða mikið í prófum og próflestri þannig að allur hópurinn mun ekki sýna. En þær eru flottar!!! Líka þínar. Ha Ha tvær vinkonur að metast um nemendur... Flott hvað dansinn er að koma sterkt inn í sinni upprunalegu mynd.:)
kveða til allra, nú fer vorið að koma
Fifi

fifiA (IP-tala skráð) 8.4.2006 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband