Nýr tenglaflokkur

Bæti við einum tenglaflokki sem heitir "Idolin mín". Það eru þeir dansarar sem ég lít mest upp til. Þeir eru reyndar aðeins fleiri, en ekki allir eru komnir með heimasíðu.

Sabah fór í dag0. Við settumst allar fyrir utan Kramhúsið í gær eftir tíma með teppi og drykki og höfðum það kósý. Vikrilega næs...

Síðan kemur Linnea eftir páska og eftir það er það bara Stokkhólmur! (Jú við troðum öruglega líka sýningu þarna inn einhversstaðar).Ein í viðbót búin að bætast við Stokkhólms hópinn, þannig að núna erum við 9 að fara. Júhúú!


Sabah og Bellydance Superstars

Vá ég var að fá frábærar fréttir! Sabah var að fá email frá Jillina þar sem hún staðfestir að hún (Sabah) muni taka þátt í sýningu Bellydance Superstars í Chicago 17. mars næstkomandi! Sabah er ekki bara kennarinn minn, heldur líka góð vinkona og ég gæti ekki samglaðst henni meira. Hlaut að koma að þessu, hún á þetta svo fyllilega skilið. Síðan eftir showið verður sest niður og rætt um framhaldið. Úúúúú spennandi!

Myndir

Það eru komnar myndir frá Vetrarhátíðinni og Þjóðahátíðinni í galleríið á www.bellydance.is. Endilega kíkið!


Þá er það öruggt

Við erum semsagt alveg pottþétt að fara til Stokkhólms. Ég, Fifi, Noura, Zizi, Særós, Magda og Shadia. Búnar að kaupa miðana og panta hótelið! Ef fleiri ætla með okkur þá er alveg að verða síðasti séns! Hótelin eru að fyllast og það eru ekki mörg þarna í grenndinni. Ja ekki nema maður sé loaded with money sko.....

Jeijjjj það verður svooooo gaman hjá okkur! Það er reyndar ekki komið "schedule" á workshoppin enþá, þannig að ég er ekki búin að ákveða hvaða kennara ég fer til. Er soldið spennt fyrir að prófa Khaled Mahmoud. Þær sem hafa séð hann dansa vita afhverju. OMG ef hann væri kona þá væri einhver búinn að skjóta hann úr öfundsýki! Annars þar fyrir utan er ég að spá í Yousry Sharif, Tito eða Aidu Nour. Get ekki gert þetta upp við mig. Ætla að velja 2 og láta þetta ráðast af því hvað þau munu kenna, en það kemur í ljós. Svo verða auðvitað strangar æfingar og sýningar. Verður alveg geggjað stuð. Ef einhver hefur áhuga á að koma með, hafiði þá samband við mig. Ég er búin að fara tvisvar áður og get aðstoðað við ýmislegt í þessum málum.


Þjóðahátið Alþjóðahússins


Fjölbreytt menning og mannlíf - Blómavalshúsið við Sigtún.

Markmið Þjóðahátíðarinnar er að kynna það fjölmenningarlega samfélag sem Íslandi er í dag og hvaða áhrif fólk af erlendum uppruna hefur á samfélagið; hvernig það auðgar menningu okkar og stuðlar að fjölbreyttara mannlífi. Meðþessu er jafnframt verið að auka skilning milli fólks af ólíkum uppruna og leggja því starfi lið sem miðar að friðsamlegu fjölmenningarlegu samfélagi á Íslandi. Matur verður áberandi líkt og áður á hátíðinni, en jafnframt munu kynntir ýmsir menningarmunir, ljósmyndir, tónlist, fatnaður og fleira. Gestum býðst að smakka framandi rétti, en einnig verður mögulegt að kaupa matvæli og minjagripi frá viðkomandi landi.


Samhliða þessu verður boðið upp á fjölbreytt og fjölmenningarleg skemmtiatriði á sviði í umsjón Kramhússins. Kaffihús með veitingar á vægu verði. 

Við verðum semsagt að dansa þarna 2 atriði og Sabah verður líka með eitthvað. Reikna með að við séum að sýna um 4 leitið (fyrst kl 15.20 og svo aftur 16.10) og vona ég að fólk kíki við og skoði sig um í leiðinni. Öruglega margt spennandi að sjá þarna. Mér skilst að Magadanshúsið verði líka með atriði, þannig að það er óhætt að segja að það verði nóg um magadansinn. Ég ætla að reyna a kíkja á þær, ef ég kemst einhverntíman að því klukkan hvað þær eru. Kíki kannski við og vona bara að ég verði heppin, veit ekki hvort ég geti verið þarna allann daginn.... Amma mín ætlar annars að koma að sjá mig. Hún hefur aldrei komið áður, en þar sem hún býr í hverfinu þá getur hún núna bara rölt yfir. Ég var í heimsókn hjá henni í gær og sá þá að hún var með mynd af mér í magadansbúning sem hún hafði klippt út ur blaði, innrammaða uppi á vegg. Ekkert smá sætt 0



Dansveisla Kramhússins á Nasa

Fimtudagskvöldið 23. febrúar mun Kramhúsið í samvinnu við Vetrarhátíð Reykjavíkur standa fyrir fjölþjóðlegri dansveislu á Nasa, Austurvelli. Þar verður afró, funk jazz með street ívafi, magadans, Bollywood og flamenco svo eitthvað sé nefnt. Sérstakir gestir kvöldsins eru dansarinn Guyom frá Frakklandi og magadansmærin Sabah frá Chicago. Pörupiltar munu sýna sig og sjá um kynningu. Að sýningu lokinni verður opið dansgólf. Sýningin hefst kl. 20.30, frítt inn.

Við ætlum semsagt að taka tvo dansa þarna, El wala wala og Pharaonic. Þeir verða þó ekki sýndir í röð, þar sem við þurfum að skipta um búninga og setja á okkur hárkollur og solleis.... Pharaonic dansinn er alveg nýr. Pharaonic er soldið spes stíll ef hægt er að kalla þetta stíl. Það eru nefnilega ekki til neinar heimildir um dansana frá tímum faraóanna og gæti hver sem er komið með sína túlkun á þessum tíma, sem þó er unninn eftir veggmyndum faraóanna. Við treystum Maher fyrir þessu, enda egypti sjálfur, en hann ákvað að blanda saidi saman við sem meikar soldið sens þar sem þetta er frá sama svæði. Svona nokkurnveginn eins og nútiminn og fornöld blandað saman. Við munum allavega bara hafa gaman að þessu og vona að þið skemtið ykkur yfir þessu líka! Hinn Maher dansinn mun ekki vera sýndur í þetta skiptið, því við eigum eftir að fínpússa hann. En það er vonandi ekki langt í næstu sýningu....

Sabah mun líka vera með smá fusion. Hún tekur 2 sóló og mun annað þeirra vera on pointe. Það verð ég að segja að er soldið "spektacular". Get ekki beðið eftir að sjá það, en ég hef einu sinni séð svona á dvd og VÁ ég gapti... Fyrir sýninguna mun vera eitthvað ljósashow á Austurvelli. Þá er víst meiningin að gluggar Alþingishússins verði lýstir upp og þar munu kennarar Kramhússins vera með eitthvað "show". Veit ekki alveg hvernig það verður, en það hljómar allavega spennandi. Sjáumst vonandi á fimtudag!

Fann dagskránna á Kramhús síðunni: 


Sabah ofl.

Jæja, þá er Sabah komin aftur. Er ekkert smá spennt að byrja aftur að æfa hjá henni, hún hefur haft mikil áhrif á mig sem dansara. Mikið af æfingum framundan.....námskeið, workshop, Vetrarhátíð, Þjóðahátíð o.s.fr......

Vetrarhátíðin er semsagt á fimtudaginn næsta. Er ekki alveg klár á því klukkan hvað, en það hlítur að fara að koma í ljós. Læt ykkur vita. Kramhúsið verður með einhverskonar gluggasýningu í Alþingishúsinu og síðan verður danssýning á Nasa, þar sem við munum dansa 2 dansa og Sabah mun auðvitað taka sóló. Það verður frítt inn, þannig ég vona að sem flestir komi að horfa.

Er annars alveg stjörf af þreytu, er búin að vera í vinnu í 13 klukkustundir í dag (þar af 3 klst. á labbinu í roki og viðbjóðslegum kulda). Datt niður tröppur í hálkunni. reyndar soldið fyndið því ég lá eiginlega í splitt niður tröppurnar. Nema aftari fótleggurinn beyglaðist allur undir mér og ég er messt hissa á að hann hafi ekki bara slitnað af.... Allavega þá er ég merkilegt nok alveg í lagi, bara smá aum.

Vonast til að sjá sem flestar á morgun á workshoppinu.

BÆTT VIР

Dansveisla Kramhússins byrjar kl. 20.30 á Nasa. Frítt inn. Sjá dagskrá Vetrarhátíðar hér.


Ég hef verið næld

Vala magadansmær er búin að "næla" mig. Ég skal reyna eftir bestu getu að svara þessum spurningum.....

4 þættir sem ég elska að horfa á: 24, Nip Tuck, House og Judging Amy

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur: Allar svona stelpu-vælumyndir....Dirty dancing, Strictly Ballroom, My best friends wedding og reyndar líka The phantom of the opera.

4 heimasíður sem ég asnast inná hvern dag: Mbl.is, Bellydance.is, barnaland.is og fullt af bloggsíðum.

4 geisladiskar sem ég get hlustað á eftur og aftur: Sko ég veit ég er alger nörd en ég er með yfir 500 lög á ipod-inum en það eru nánast bara magadanslög.... Hef reyndar altaf gaman líka að Kim Larsen, Phantom of the opera (frábær til að koma mér í þrifstuð) og James Blunt.

4 sem ég ætla að næla: Erfitt....Þekki ekki marga persónulega sem eru með blogg. En ætla allavega að næla Margréti mokka litla.


Konukvöld Létt ofl.

Jæja við erum víst að fara að dansa á konukvöldi Létt fm á morgun í Smáralind (www.lett.is). Þar er lofað karnivalstemmningu í hléinu og þá verðum við semsagt að dansa, frammi nálægt Hagkaup (á milli kl. 21-22). Mér skilst að maður þurfi bara miða til að sjá dagskránna í Vetrargarðinum, en að allir geti farið inn í Smáralind. Þetta verður annars eitthvað skrautlegt þar sem við höfum bara náð að æfa í hálftíma....

Nóg að gera í tímunum með Maher. Hann er byrjaður að gefa okkur flóknari dansa, þar sem við erum nú orðnar kunnar hans stíl, sem er alveg spes. Hann hefur ekki gaman að því að fara eftir formúlum og apa eftir öðrum. Hans dansar eru orginal. Verður gaman þegar við förum svona margar til Stokkhólms núna (allavega 7). En við erum semsagt að fara á Stockholm bellydance festival og sýna með Shams Al Amar, sem er hópurinn hanns Mahers og taka workshop með bestu kennurunum frá Egyptalandi.


Magadanstörn

Jahá. Við erum núna að taka jafn marga tíma og við gerum vanalega á 4 vikum nema á 10 dögum! Það verður víst engin hvíld um helgina!

Búin að fylla skápinn af allskonar magadanskjólum, hárkollu og fleira haha. Djöfull verðum við ógislega töff allar eins og Kleopatra hahaha. Er síðan með 3 búninga til sölu fyrir Maher. Set þá inn á forumið á bellydance.is, þegar ég er búin að redda myndum.

Vil síðan minna á opnu tímana sem verða á morgun, laugardaginn 4. feb og 11. feb., kl. 15.45-17.00. Allir velkomnir! Einstakt tækifæri!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband