Pælingar

Ég var að horfa á Danmerkurmeistaramótið í magadansi 2005 á dvd sem ég keypti af Linneu. Þetta er soldið fyndin mynd. Soldið eins og documentary, með viðtölum við stelpurnar og sona. Þær voru nú margar spaugilegar þarna og greynilegt að samkeppnin er mikil í Danmörku. Þá er ég ekki bara að meina tæknilega séð....

Eníveis! Ég var nú fyrirfram búin að gera mér ákveðnar hugmyndir um hver mér þætti best. Allavega af þessum 3 stúlkum sem ég þekki og hef séð dansa (Linneu, Lelu og Signe). Ég komst þó að þeirri niðurstöðu eftir að hafa horft á þær, að ég gat ekki sagt að ein þeirra væri betri en önnur. Þær eru nefnilega svo gjörsamlega ólíkar og með svo ólíka dansa. Á meðan ein lagði áherslu á tæknina, lagði önnur mestu áhersluna á tilfininguna og innlifunina. Ekki þar með sagt að einhverri þeirra hafi vantað eitthvað af þessu, þær voru bara að sýna það mismikið.

Þetta er einmitt kosturinn við að fá alla þessa gestakennara sem við fáum í Kramhúsinu. Hver þeirra hefur einhvern spes eiginleika, eitthvað sem hann/hún sérhæfir sig í. Þannig náum við sem nemendur að sérhæfa okkar eigin stíl, með því sem okkur finnst henta okkur í hverri og einni. Við erum ótrúlega heppnar að fá alla þessa flóru af ólíkum stílum og áherslum. Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt!

Mér finnst soldið asnalegt þegar ég heyri suma dansara segja að þeir hafi nú ekki áhuga á hinum og þessum stíl og vilji ekki læra hann. Sumir vilja bara dansa trommusóló og slæðudans eða eitthvað álika. Sem er samt alveg gott mál. Ekkert að því að sérhæfa sig í því sem maður hefur mestann áhuga á. En proffessional dansari þarf í mínum augum að hafa grunnþekkingu í öllum stílum. Þá er ég ekki að meina amerískt tribal eða fusion, heldur folklorik, sem er grunnurinn að því sem við erum að gera í dag. Tribal og fusion (tribal er fusion) er kannski í tísku núna og kannski er það framtíðin. Allavega er það vinsælt í USA. En við megum ekki láta klassíska magadansinn deyja út. Við þurfum að halda í grunninn og muna hvaðan þetta allt er upprunið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ég er alveg sammála.

Mér finnst æðislegt að læra hjá svona mörgum ólíkum kennurum, þá læri ég svo mikið og þá get ég líka fundið minn eigin stíl og hvað mér henntar best, í stað þess að eiga það á hættu að verða bara alveg eins dansari og kennarinn minn.

Vala (IP-tala skráð) 5.5.2006 kl. 23:01

2 identicon

Ég elska hvað það er alltaf gaman þegar nýjir og nýjir kennarar koma, þetta er til þess að maður missir aldrei áhugann. Það er alltaf eitthvað nýtt. Vá hvað ég hefði ekki nennt að horfa á sýninguna okkar ef við hefðum bara haft einn kennara. Þá værum við allar eins. Nema í mismunandi búningum ;)

Margrét Maack (IP-tala skráð) 6.5.2006 kl. 00:47

3 identicon


Þetta er mikilvæg umræða og er ég henni sammála. Að undanförnu hefur þetta mikið verið rætt t.d á netinu. Sýningin okkar varpaði einmitt þessu ljósi á okkar magadanssenu. Það var gaman að fá komment frá fólki sem aldrei áður hafði séð magadans -Þau sögðu að persónulegu stílarnir leyndu sér ekki og því nennti fólk að horfa.

Fifi (IP-tala skráð) 6.5.2006 kl. 23:11

4 identicon

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ :)

Vala (IP-tala skráð) 12.5.2006 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband