Menningarnóttin mín

Menningarnótt var frábær! Ég sá reyndar enga atburði sjálf burtséð frá flugeldunum, en ég er ekki mikið fyrir að troða mér í mannþröng niðrí bæ. Verð bara pirruð.

Dagurinn byrjaði þannig að við Fifi vorum að dansa fyrir utan Yggdrasil kl. 15. Það var heeeví gaman! Vorum bara að improvísa og það var geðveikt næs stemmning. Síðan röltum við aðeins lengra niður skólavörðustíginn og ætluðum að kíkja á magadans sem var auglýstur hjá Verksmiðjunni. En við sáum hvergi magadans.... Þá röltum við áfram á Enricos og fengum okkur ljúffenga humarsúpu og lágum í leti í sófanum þar. Fórum svo og hittum restina af stelpunum niðrí bæ og vorum með sýningu á Ingólfstorgi, sem heppnaðist bara nokkuð vel. Eftir það fór ég nú bara heim, enda með allt of mikið til að bera í gegnum bæinn. Við Victor Már kíktum samt aftur seinna um kvöldið til að sjá flugeldana. Þurfti að láta hann syngja alla leiðina svo hann mundi ekki sofna, enda hefði hann ekki orðið ánægður hefði hann misst af þessu.

Minnið mig samt á næst þegar ég kaupi mér háhælaða dansskó að kaupa þá í réttu númeri. Því nú sit ég hér skorin til blóðs á fótunum. Ekki þægilegt get ég sagt ykkur, en maður lætur sig hafa það. Er þegar búin að panta nýja, því nú dugar ekkert annað en háhælaðir skór. Er síðan bara komin með kvef og í lungun og ligg helslöpp hérna heima. Mér var ekkert kallt þegar ég var að dansa en held ég hafi klætt mig of illa þess á milli.....

Takk allir sem komu að horfa á okkur!!Glottandi

 


Raqs Sharki á Menningarnótt

065.jpg

Ómissandi á menningarnótt!!

Raqs Sharki magadanshópurinn verður með sýningu á Ingólfstorgi kl. 18.00-18.30

Fjölbreytt og flott sýning að vana. Dansarar eru: Samia, Zizi, Soheir, Fifi, Magda, Vala og Særós.


The Cure...

cimg0937.jpg

Vá ég fór í dag og keypti mér nokkra geisladiska og það voru ekki magadanslög á þeim híhí........ Það gerist skal ég segja ykkur nánast aldrei, enda finnst mér verð á diskum hér á landi alveg til skammar. Keypti mér oft diska þegar ég bjó í Danmörku, en fell alltaf í yfirlið þegar ég kem inn í svona búðir hér og tími aldrei að kaupa mér neitt. En nú datt ég inn á útsölu í Skífunni. Og hvað haldiði að ég hafi keypt mér? Nei ég er sko orðin svo gömul og hætt að vera hipp og kúl, þannig að ég keypti mér best of the Cure og best of Guns´n roses. (Er það samt ekki smá kúl?). Ég á svo margar skemmtilegar minningar við þessi lög. Reyndar er eina minnig mín af the Cure frá Hróarskelduhátíðinni þegar þeir voru að spila og ég sat lost inni í tjaldi og var búin að týna vinkonu minni. Síðan komst ég að því að hún hafði orðið undir í troðningi og lent á spítala. Lærvöðvinn hennar dó og er enn dauður í dag..... Samt sem áður skemmtileg minning að hafa heyrt í the Cure í Roskilde. Já Roskilde var bærinn minn. Þar bjó ég og fór á Roskilde festival á hverju ári. Allavega í 4 ár, þá fékk ég nóg....... Eitt sinn var ég meira segja að skemmta þar. Man varla hver skemmtunin var, en við vorum frekar kú kú. Hmmmm ég held ég eigi meira segja mynd......

Já, stundum sakna ég gömlu tímanna, þegar maður var algerlega áhyggjulaus. Þá var maður að drífa sig svo mikið að verða fullorðin. Þvílík vitleysa! Hey þið sem eruð á gelgjunni (ef einhverjar gelgjur nenna að lesa bloggið mitt), njótið þess!

 

 


Það hlaut að vera!

Athugið þessa frétt: http://mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1216786

Samkvæmt þessu þá gæti ég verið Elvis endurfæddur. Ég er getin daginn sem hann dó og fæddist 9 mánuðum síðar. Ég meina kommon, hafiði ekki séð mig taka lagið og dilla mjöðmunum?!!!

Híhíhí alger snilld!!


Aftur í gírinn!

Jæja, best að fara að koma sér í gírinn aftur! Við erum nefnilega að fara að sýna á menningarnótt eftir 2 vikur! Verðum á sviði á Ingólfstorgi kl. 18.00. Vorum bara að fá þessar fréttir í dag og þurfum núna að fara aftur í æfingargallann og æfa stíft næstu 2 vikunar. Losa sig við sumarspikið! Við Sigga erum í átaki saman og keppni hvor nær að losa sig við síðustu kílóin fyrst. Það eru svosem engin verðlaun, en það er góð hvatning!

Enþá meiri hvatning er þó nýji búningurinn! Vá ég gæti sko slefað á hann.0 Losaði mig við gamla túrkisbláa búninginn, því ég hef aldrei fílað mig í honum. Þessi er reyndar líka túrkisblár, alveg nýr Eman Zaki og hann er sjúklega flottur. Ég ætla ekki að sýna ykkur mynd, þið verðið bara að koma á menningarnótt hehe.


Magadansflipp

Jæja best að fara að blogga svo Fifi verði róleg 0

Það hefur nú verið annsi rólegt hjá mér þannig séð í dansinum síðan 17. júní. Þurfti smá breik frá þessu til að hlaða hugann. Er búin að vera svo þreytt og finn það að ég þarfnast þess virkilega að komast í sumarfrí. Svo er ég þannig séð búin að vera grasekkja síðan við keyptum Mekong veitingastaðina. Denni búinn að vera á fullu í því og ég lítið getað hjálpað þar, allavega enþá. Minnka við mig núverandi vinnu eftir sumarfríið og fer út í veitingareksturinn. En það er nú bara vika í fríið! Ætla að reyna að nýta það í að koma þessum dönsum sem eru í hausnum á mér út á dansgólfið. Er alltaf með hausinn fullann af hugmyndum, en á erfitt með að finna tímann til að þróa þær. Hann gefst kannski núna, en ég er að fara í sumarfrí í fyrsta skipti í 3 ár.

Á morgun verða Særós, Birgitta og ég að dansa niðrí bæ á Landsbankahátíðinni( 120 ára afmæli Landsbankanns). Við byrjum rúmlega 12 á Lækjartorgi og færum okkur svo á ýmsa aðra staði í bænum. Verðum að dansa milli 12-13 og síðan aftur á milli 15-16. Það verða einnig ýmsar aðrar uppákomur frá Kramhúsinu og öðrum og mun sönn karnivalstemmning ríkja í bænum. Við stelpunar (eða sko ég gamla geitin og ungu gelgjunar híhí) ætlum að taka þetta soldið á flippinu. Þetta verður örugglega mikill spuni (stelpunar vita ekki einu sinni hvaða lög ég kem með hehe) og munum við reyna að skapa einskonar hafle stemmningu. Þannig að ef þú átt leið niður í bæ, þá skalltu ekki láta það koma þér á óvart ef ég býð þér upp í dans!!


17. júní

Shams el Amar í Stokkhólmi

17. júní 2006

Ekki missa af Raqs Sharki á þjóðhátíðardaginn!

Fjölbreytt og flott sýning á Ingólfstorgi kl. 14.40

Ég hvet að sjálfsögðu alla til að mæta! Við verðum með fjóra dansa og þar af 3 sem verða frumsýndir.

1. Stafadans eftir Yousri Sharif

2. Beladi eftir Maher Kishk

3. Street Shaabi eftir Ahmed Fekry

4. Trommusóló eftir Linneu Færch

Þær sem sýna eru: Vala, Zizi, Samia, Magda, Noura, Fifi og ég Soheir.


Stokkhólmsferðin - varúð laaaangt!!

Jæja best að reyna að koma þessu frá sér. Það gerðist svo margt að ég er varla farin að sjá ferðina í samhengi enþá. Ég skal reyna að spóla til baka í myndavélaminninu.... Það er samt eitt vídjóklipp sem tekur mesta plássið í hausnum mínum, Fifi, þú veist hvað það er hehehe...

Við semsagt lendum um hádegi á fimtudeginum, mismunandi vel úthvíldar. Hittum Maher og Særósu á flugvellinum, en þau komu samferða frá Danmörku 3 tímum fyrr og biðu eftir okkur. Þar sem Maher er master teacher þá var hann sóttur af skipuleggjendum og við auðvitað með honum. Síðan fórum við á hótelið, skiptum um föt og lögðum af stað á festivalstaðinn. Þegar þangað var komið fóru sumar á workshop en aðrar slökuðu á á bazarnum og skoðuðu búninga. Ég fann btw. draumabúninginn minn, en keypti hann ekki. Fæ hann eða annann svipaðann á betri díl í haust, þannig að ég ákvað að eyða peningunum í eitthvað annað. Um kvöldið var fyrsta sýningin. Tito og Aida Nour stóðu uppúr þeirri sýningu að mínu mati. Tito var svo klikkaðslega flottur að ég veit bara ekki annað eins! Að sjá hann þarna í eigin persónu  dansa á tablatrommunni með vatnspípuna á hausnum, var algjörlega ómetanlegt!

Föstudagsmorgun þurfti ég að vakna snemma og fara á workshop. Við Særós fórum saman á drumsolo workshop hjá Zeinu. Hún er frábær kennari og dansinn var æðislegur. Því miður kláruðust diskarnir, þannig að við náðum ekki að fá tónlistina, en það ætti ekki að vera erfitt að redda henni samt. Síðar um daginn voru flestar okkar að fara til Khaled Mahmoud. Khaled er ein yndislegasta persóna sem ég veit um. Hann er svo gefandi, hógvær og umfram allt frábær dansari og kennari. Við munum pottþétt sjá meira af honum í framtíðinni! Um kvöldið var síðan önnur sýning. Nour og Khaled stóðu uppúr það kvöldið. Ég hef ekki séð Nour dansa áður, en ég varð gjörsamlega ástfangin af henni sem dansara. Vá hún er sjúklega flott!! Ætla að hafa hana sem eina af mínum fyrirmyndum héðan í frá. Khaled var auðvitað æði líka í rósótta búninginum sínum, sérstaklega þegar hann birtist okkur eftir hlé með cymbalana sína efst á áhorfemdapallinum og dansaði svo allann hringinn. Það var alltaf mikið stuð á master kennurunum úti í hléunum. Aida Nour að dansa fyrir Mahmoud Reda og láta hann giska hvaða dans osfr. Ferlega gaman. Fifi var svo frökk að biðja einn master kennarann að giftast sér. Hún var reyndar að djóka þar sem hún hélt hann væri hommi, en annað kom síðan á daginn. Annar master kennari gaf þau saman og nú eru þau hjón  0

Síðan rann laugardagurinn stóri upp. Við vissum að hann yrði strembinn, þannig að við vorum ekki búnar að skrá okkur á nema eitt workshop þá. Noura, Shadia og ég fórum til Yousry Sharif og restin til Mahmoud Reda. Við Noura höfðum alltaf séð eftir að hafa ekki farið til Yousry árið 2004, þannig að það var löngu ákveðið að við myndum prófa hann þegar hann kæmi aftur. Við sáum nú aldeilis ekki eftir því!! Vá hann er geggjaður kennari. Soldið fyndinn karakter samt. Mjög alvarlegur og strangur en með voða fyndið glott á andlitinu. Ef einhver gerði villu þá var hann drepinn með augunum, en síðan fyrigefið með glottinu. Við lærðum alveg frábærann stafadans hjá honum. Síðan var æft á sviðinu með öllum dönsku stelpunum (2 af þeim eru reyndar íslenskar en búnar að búa úti lengi). Lela kom fashionably late, en það var æðislegt að sjá hana aftur.

Síðan var rokið út á hótel til að hafa sig til fyrir sýninguna. Við vorum síðan mættar aftur klukkutíma fyrir sýningu. Það var mikið stuð hjá okkur backstage enda vorum við 14 frá Shams El Amar samtals. Atriðin okkar gengu alveg stórkostlega vel. Mish a oulek var fyrstur og við gáfum okkur 100% og fengum salinn með okkur. Aida Nour byrjaði meira segja að tala arabísku við Fifi á eftir og neitaði að trúa því að hún væri ekki arabi, þar sem hún hafði sungið svo vel með hehe. Faraó dansinn sló líka í gegn. Það var settur reykur á sviðið, þannig að það leit út eins og við kæmum út úr gufum fortíðarinnar. Magnað alveg. Ludy var í salnum með áhorfendum og fylltist þjóðarstolti og tók myndir. Kynnirinn talaði um að annaðhvort væru þessar íslensku stelpur svona rosalega góðar eða þær væru með svona rosalega góðann kennara. Eða var það bæði? Linnea Færch, sem einnig var meðal áhorfenda talaði um að okkar atriði hefðu verið með þeim betri þetta kvöld. Dönsku stelpurnar voru síðan með 2 aðra dansa, einn stafa og einn Eskandaria og síðan var Lela og Maher með dúett eins og alltaf. Þetta var síðasta sýningin og endaði hún með stæl. Svaka stuð á öllum, blóm út um allt, mikill dans og mikil gleði.

Á sunnudeginum ætluðum við svo að enda þetta með stæl. Flestar með 2 workshop bókuð og án pásu á milli. Að dansa 5 tíma í trekk er erfiðara en maður heldur, en við vorum rosalega duglegar að teygja sem betur fer. Held það hafi þó enginn sloppið alveg við þreytu og stirða vöðva. Ég, Noura og Shadia héldum áfram hjá Yousry og Fifi náði að snigla sér þangað inn líka, eftir að hafa verið á biðlista síðan 8 um morguninn. Ákveðinn aðili elti hana í alla tímana þann daginn og horfði á hehehe... Þegar Yousry var búin stálumst við Fifi út í smá pásu áður en haldið var í næsta tíma, Street Shaabi hjá Ahmed Fekry. Ahmed kom mér á óvart. Ég var ekki með neinar væntingar og vissi í raun ekkert um hann sem kennara, en valdi þetta workshop þar sem mér fannst stíllinn áhugaverður. Við lærðum alveg æðislegann dans! Vá hvað ég fíla þetta shaabi í tætlur. Það er ekta ég. Síðan sló klukkan 18.30 og þá var allt búið. Við fórum upp á bazarinn þar sem verið var að pakka öllu niður (dónt wörrí ég náði alveg að kaupa mér fullt heheheh). Master kennarinn sem var búinn að elta Fifi á röndum eins og smástrákur allann daginn náði svo að smella á hana einum heitum kossi þarna fyrir framan alla. Hún sveif svo á bleiku skýji alla leiðina heim. Bæði voru þau reyndar voða feiminn og ekki þorði hún að láta hann fá símann sinn. Þannig að Noura tók málið í sínar hendur....

Noura hljóp niður brekkuna, stökk fyrir bílinn sem hann sat í og öskraði "stop the car stop the car!!!". Þetta var há dramatískt eins og í bíómynd.... Síðan lét hún hann fá númerið og emailið og hann sat eftir með bros út að eyrum.0 Síðan fórum við út að borða og uppgötvuðum til mikillar skelfingar að Ludy hafði týnt nýju myndavélinni sinni með öllum myndunum fyrr um daginn. Hringdum við þá í Mohamed sem til mikillar lukku hafði fundið vélina. Daginn eftir, eða sama dag og við áttum að fara heim, gengum við þá út að Kairobazar og hittum Mohamed sem kom þrem korterum of seint með myndavélina. Í mikilli panik keyrði hann okkur þá aftur að hótelinu svo við myndum ekki missa af vélinni okkar. Þegar komið var út á flugvöll hittum við síðan aftur (guess who?) ákveðinn masterkennara sem var á leið aftur heim til Kairó. Fifi fékk annann koss á hálsinn og loforð um bréfaskriftir og ætlaði nánast að skipta um ferðaáætlun. Rómó ekki satt?? Síðan stigum við allar dauðþreyttar upp í vél, en ákfalega ánægðar með ótrúlega skemmtilega ferð, sem án efa verður endurtekin að ári liðnu.

Myndir frá ferðinni má finna HÉR. Ég mun hlaða fleiri myndum þarna inn, þar sem mig vantar myndir frá Ludy af okkur að sýna. Ætti að fá þær á morgun og mun svo velja úr myndir til að setja á bellydance.is.


Ég er á lífi...

ok ok ok......

Ég hef frá ótrúlega miklu að segja, en ég er enþá að melta þetta allt. Blogga um Stokkhólm á morgun og set myndir inn. Get ekki einbeitt mér af þreytu núna...

Þangað til, kíkið á http://www.gildedserpent.com/art36/sabahIceland.htm


Stockholm here we come!!

Jæja, þá er ferðinni loks haldið til Stokkhólms í fyrramálið!! Það verður mikið dansað og mikil gleði. Sýningar næstu 3 kvöld, sem hver tekur um 3-4 klukkutíma! Ætla ekki að skrifa mikið um það núna, enda búin að blaðra um það áður. Ég ætla að reyna að taka tölvuna með og blogga frá ferðinni, en veit ekki hvort það gangi, þar sem viftan bilaði áðan. Týpískt alveg!! Denni ætlar reyndar að taka hana í sundur og athuga hvort hann getur lagað áður en ég legg í hann.

Hlakka til að fá árlegu vítamínsprautuna mína og lofa að koma heim full af nýjum hugmyndum og auknum krafti í kennsluna! Næstu námskeið byrja 4. júní fyrir byrjendur og framhald1. Hringið í Kramhúsið sem hafið áhuga, ég hef því miður ekki haft tíma til að setja þetta á www.bellydance.is .

Love and shimmies

Soheir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband