Færsluflokkur: Menning og listir
31.12.2006 | 03:07
Tímamót
Jæja, þá er síðasti dagur þessa árs runninn upp. Ég gæti ekki verið ánægðari að vera laus við þetta ár, sem hefur verið það erfiðasta hingað til hjá mér. Vona virkilega og trúi að 2007 muni færa mér eitthvað gott.
Í síðustu færslu bloggaði ég um dansdauða. Nú er mig farið að langa að dansa aftur! og það mun ég gera, ég er langt frá því að fara að láta mig hverfa hehe. Alveg frá sumrinu var ég farin að fá á tilfininguna að einhverjar breytingar myndu verða í dansinum, ég vissi bara ekki hverjar. Það sem ég þarf að gera núna er að einbeita mér að sjálfri mér og því sem ég vil gera. Ég vil vera sjálfstæður dansari, fara á þau námskeið sem mig langar að fara á, semja mína eigin dansa, dansa með fifi og prófa eitthvað nýtt! Ég ætla á þau stuttu workshop sem Kramhúsið mun bjóða upp á fyrir advanced dansara. Maher kemur í febrúar og verður þá eflaust mikið stuð. Einnig ætla ég að fara á workshop með Khaled Mahmoud I Magadanshúsinu, námskeið hjá Josy ofl. Í stuttu máli ætla ég að nýta mér það sem er í boði svo lengi sem það vekur áhuga hjá mér, óháð því hvar það er.
Ég óska öllum gleðilegs magadansárs 2007. Ég hef mikla trú á að góðir hlutir muni gerast á þessu ári.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.11.2006 | 22:31
Dansdauði.....
Ég er búin að ákveða að taka mér pásu frá dansinum um óákveðinn tíma.... Nokkrar ástæður eru fyrir því, en aðalega eru það persónulegar aðstæður óviðkomandi dansinum, sem ráða því. Ég hef einfaldlega annað sem ég þarf að einbeita mér að núna. Það er stór spurning hvenær ég fæ einhverja óviðráðanlega þörf fyrir að dansa aftur. Ætli það verði ekki þegar einhver ómótstæðlegur kennari kemur aftur. Það kemur í ljós...
Ég mun ekki taka þátt í jólasýningu Kramhússins á þessu ári, sem verður haldin í Borgarleikhúsinu 16. desember. Eins og mér var nú búið að hlakka mikið til, enda skemmtilegasta sýning ársins. Ég ætla þó að fara og horfa á stelpurnar og óska þem góðs gengis.
Ma salama!!
11.11.2006 | 14:53
Keppnin búin
Mér gekk vel að dansa og er sátt við mitt. Komst þó ekki í sæti. Í 1. sæti var Celena, 2. sæti Vala og 3. sæti Jóhanna. Fyrsta sætið kom mér ekki á óvart, ég var búin að spá Celenu þarna. Ég er alveg hrikalega stolt af Völu, til hamingju Vala!!!! Allar stóðu sig geðveikt vel og engin er looser í mínum augum. Sigga vann 1. sætið í intermediate flokknum. Frábær stelpa sem átti það svo sannarlega skilið. Fyrst og fremst var þetta bara mjög gaman og gefandi og flestar stelpurnar sem voru að keppa voru mjög hressar og vinalegar. Til hamingju allar.
Ég skil reyndar ekki afhverju áhorfendur voru látnir kjósa, þegar það var svo ekkert tilkynnt hver útkoman var þar???
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.11.2006 | 00:01
Magadanskeppni Íslands 2006
Jæja nú fer að styttast í keppnina! Bara 3 dagar í viðburðinn! Ég er tilbúin í slaginn og mun gera mitt besta. Margar færar stúlkur að keppa, þannig að þetta verður spennandi. Einu væntingarnar sem ég hef er að þetta verði skemmtilegt, svo kemur restin bara í ljós. Ég mana auðvitað alla til að mæta og styðja mig í þessu. Alltaf gott að vita af sínu fólki í salnum.
18.10.2006 | 01:09
Magadanskeppni ofl.
Jæja, ég hef semsagt tekið ákvörðun um að taka þátt í Íslandsmeistarakeppninni í magadansi 2006. Keppnin fer fram 10. nóvember næstkomandi og verður örugglega mjög spennandi. Þetta verður örugglega bara mjög gaman og fínt að prófa eitthvað nýtt!
Er búin að vera í mikilli sjálfsskoðun upp á síðkastið utan og innan magadansins. Ég tel það án efa mjög gott fyrir mig að fara í þessa keppni. Hún er í raun soldið persónulegur þröskuldur fyrir mig sem ég þarf að komast yfir. Framkvæmdaleysið hefur fengið að njóta sín of lengi og nú hef ég fengið verkefni að takast á við. En ég þarf semsagt að semja dans sjálf og auðvitað geri ég miklar kröfur til mín um hvað ég þarf að sýna. Þarf að koma hugmyndunum úr hausnum á mér og út á gólfið (þröskuldurinn sem ég var að tala um).
Fór í einkatíma til Sofiu Vester í gær, sem var mjööööög gefandi. Ég mundi örugglega borga henni fyrir heilt námskeið þó hún væri bara að tala en ekki dansa. Hún gat sett puttann á það sem ég hef mikið verið að spá í en aldrei fundið lausn á. Niðurstaðan var aðalega sú að Soheir þarf að koma út úr skápnum og Mahmoud Reda má fara á hilluna í bili. Er mikið að vinna í því núna. Hvernig dansari er ég innst inni? Vona að mér takist að draga það út fyrir keppnina. Wish me luck!!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 08:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.10.2006 | 23:40
danspartý
Get víst ekki uppfært bellydance.is á þessari furðulegu Mac tölvu, þannig að ég set þetta hingað. Látið það ganga!
6.10.2006 | 00:03
Kristal +
Er í Mac tölvunni hann Denna og kann ekkert á þetta apparat! Finn ekki einu sinni msn messenger og get ekkert spurt Denna á næstunni. Þannig að ef einhver getur hjálpað mér væri það vel þegið.
Ef ekki þá sjáumst við á msn þegar tölvan kemur úr viðgerð....... *grát*
24.9.2006 | 17:27
Sunnudagsblogg
Var að koma úr magadanstíma. Eina sem heldur í mér lifi þessa dagana, don´t ask me why. Sofia er alveg frábær og mikill fullkomnunarsinni. Það er ekkert sem hún gerir sem er ekki fullkomið og vel útpælt. Hún er alveg pottþétt í topp þremur hjá mér hvað Kramhúskennara varðar, ásamt Maher og Sabah. Það er samt skrítið að vera í tímum núna, því hópurinn er svo breyttur. Eða kannski ekki skrítið, bara öðruvísi. Nú er Særós farin aftur til Danmerkur og Erla flutt til Flórída í bili og í staðin eru 6 nýjar stelpur komnar inn, sem er by the way alveg frábært. Alveg tímabært að það fjölgi í hópnum og vil ég bjóða þær stelpur velkomnar. Verður gaman að sjá hvernig hópurinn þróast núna. Kannski kominn tími á hafle til að hrista liðið saman?
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.9.2006 | 00:24
Ný heimasíða og Sofia Vester
Ha blogga! Hvað er það?........ok, ég held ég sé farin að skulda færslu......
Er bara búin að vera svo bissí að gera nýja heimasíðu. Eins og margir vita, þá hef ég einstaklega gaman að því að dunda mér við heimasíðugerð, þannig að ég ákvað að gera eina fyrir mig. Það var sona magnafsláttur á godaddy sko hehehehe. Á síðunni má líka sjá nýjar myndir. Gott að eiga svona ljósmyndasnilling eins og hana Hörpu Hrund fyrir vinkonu. Hér er slóðin www.soheir.com .
Svo er námskeiðið með Sofiu Vester byrjað. Vá talandi um snillinga!! Hún er hreint út sagt ótrúleg. Nú skil ég hvað allir hafa verið að tala um! Hún er ekki bara góður dansari heldur líka alveg ótrúlega góður kennari. Fer svoooo djúpt í hverja einustu hreyfingu og hvern einasta vöðva. Getur látið mann pæla í einföldustu hreyfingum og stellingum á alveg nýjann hátt. Það er alveg nokkuð ljóst að okkur mun fara mikið fram næstu vikur. Svo erum við að vinna með Om Koulthom lag og kóreugrafíu. Svona dans sem verður að vera 150%. Best að vera dugleg að æfa sig heima....
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2006 | 21:30
Dansidansidansi........
Það verður víst einhver kynning á Kramhúsinu í Ísland í bítið á morgun......eitthvað í sambandi við tangóhátíðina skilst mér. Eníveis, þá verður sýnt frá ymsum tímum í Kramhúsinu og meðal annars af Fifi og mér að dansa eitthvað flipp hehe. Verður gaman að sjá hvernig það kemur út. Ætli það verði ekki bara sýndur maginn á okkur, eins og svo oft vill til með svona dæmi..... Mér finnst það alltaf svo klisjukennt eitthvað! Ég ætla nú bara að horfa á netinu, enda á vinnutíma...
Svo fara námskeiðin að byrja loksins! Verður gaman að fá Sofiu Vester. Hef ekki hugmynd um hvernig kennari hún er, en veit að hinir kennaranir okkar hafa verið æstir í að senda hana til okkar. hún á víst að vera toppurinn. Við Valerie kynntumst henni lítilega í Stokkhólmi og virkar hún sem yndisleg og afslöppuð persóna. Það verður kynningarvika hjá Kramhúsinu 4.-8. sept., þar sem hægt verður að prófa flesta tíma ókeypis. Sofia verður reyndar ekki komin, þannig að Fifi eða ég mun sjá um magadansinn, sem er 18.40 á fimtudeginum. Ég hinsvegar er áð spá í að skella mér í prufutíma í Reggaeton hjá Rossie. Hún er að gera svo geðveikt flotta hluti......
Annars hefur þetta sumarfrí verið mjög fínt. Gott að fá smá pásu frá öllu og gerir það að verkum að nú kem ég 100% inn aftur. Vonast til að sjá sem flestar og helst einhverjar nýjar í hópinn líka.