Færsluflokkur: Menning og listir
21.8.2006 | 18:34
Menningarnóttin mín
Menningarnótt var frábær! Ég sá reyndar enga atburði sjálf burtséð frá flugeldunum, en ég er ekki mikið fyrir að troða mér í mannþröng niðrí bæ. Verð bara pirruð.
Dagurinn byrjaði þannig að við Fifi vorum að dansa fyrir utan Yggdrasil kl. 15. Það var heeeví gaman! Vorum bara að improvísa og það var geðveikt næs stemmning. Síðan röltum við aðeins lengra niður skólavörðustíginn og ætluðum að kíkja á magadans sem var auglýstur hjá Verksmiðjunni. En við sáum hvergi magadans.... Þá röltum við áfram á Enricos og fengum okkur ljúffenga humarsúpu og lágum í leti í sófanum þar. Fórum svo og hittum restina af stelpunum niðrí bæ og vorum með sýningu á Ingólfstorgi, sem heppnaðist bara nokkuð vel. Eftir það fór ég nú bara heim, enda með allt of mikið til að bera í gegnum bæinn. Við Victor Már kíktum samt aftur seinna um kvöldið til að sjá flugeldana. Þurfti að láta hann syngja alla leiðina svo hann mundi ekki sofna, enda hefði hann ekki orðið ánægður hefði hann misst af þessu.
Minnið mig samt á næst þegar ég kaupi mér háhælaða dansskó að kaupa þá í réttu númeri. Því nú sit ég hér skorin til blóðs á fótunum. Ekki þægilegt get ég sagt ykkur, en maður lætur sig hafa það. Er þegar búin að panta nýja, því nú dugar ekkert annað en háhælaðir skór. Er síðan bara komin með kvef og í lungun og ligg helslöpp hérna heima. Mér var ekkert kallt þegar ég var að dansa en held ég hafi klætt mig of illa þess á milli.....
Takk allir sem komu að horfa á okkur!!
17.8.2006 | 23:05
Raqs Sharki á Menningarnótt
Ómissandi á menningarnótt!!
Raqs Sharki magadanshópurinn verður með sýningu á Ingólfstorgi kl. 18.00-18.30
Fjölbreytt og flott sýning að vana. Dansarar eru: Samia, Zizi, Soheir, Fifi, Magda, Vala og Særós.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2006 | 20:02
The Cure...
Vá ég fór í dag og keypti mér nokkra geisladiska og það voru ekki magadanslög á þeim híhí........ Það gerist skal ég segja ykkur nánast aldrei, enda finnst mér verð á diskum hér á landi alveg til skammar. Keypti mér oft diska þegar ég bjó í Danmörku, en fell alltaf í yfirlið þegar ég kem inn í svona búðir hér og tími aldrei að kaupa mér neitt. En nú datt ég inn á útsölu í Skífunni. Og hvað haldiði að ég hafi keypt mér? Nei ég er sko orðin svo gömul og hætt að vera hipp og kúl, þannig að ég keypti mér best of the Cure og best of Guns´n roses. (Er það samt ekki smá kúl?). Ég á svo margar skemmtilegar minningar við þessi lög. Reyndar er eina minnig mín af the Cure frá Hróarskelduhátíðinni þegar þeir voru að spila og ég sat lost inni í tjaldi og var búin að týna vinkonu minni. Síðan komst ég að því að hún hafði orðið undir í troðningi og lent á spítala. Lærvöðvinn hennar dó og er enn dauður í dag..... Samt sem áður skemmtileg minning að hafa heyrt í the Cure í Roskilde. Já Roskilde var bærinn minn. Þar bjó ég og fór á Roskilde festival á hverju ári. Allavega í 4 ár, þá fékk ég nóg....... Eitt sinn var ég meira segja að skemmta þar. Man varla hver skemmtunin var, en við vorum frekar kú kú. Hmmmm ég held ég eigi meira segja mynd......
Já, stundum sakna ég gömlu tímanna, þegar maður var algerlega áhyggjulaus. Þá var maður að drífa sig svo mikið að verða fullorðin. Þvílík vitleysa! Hey þið sem eruð á gelgjunni (ef einhverjar gelgjur nenna að lesa bloggið mitt), njótið þess!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.8.2006 | 10:46
Það hlaut að vera!
Athugið þessa frétt: http://mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1216786
Samkvæmt þessu þá gæti ég verið Elvis endurfæddur. Ég er getin daginn sem hann dó og fæddist 9 mánuðum síðar. Ég meina kommon, hafiði ekki séð mig taka lagið og dilla mjöðmunum?!!!
Híhíhí alger snilld!!