31.12.2006 | 03:07
Tímamót
Jæja, þá er síðasti dagur þessa árs runninn upp. Ég gæti ekki verið ánægðari að vera laus við þetta ár, sem hefur verið það erfiðasta hingað til hjá mér. Vona virkilega og trúi að 2007 muni færa mér eitthvað gott.
Í síðustu færslu bloggaði ég um dansdauða. Nú er mig farið að langa að dansa aftur! og það mun ég gera, ég er langt frá því að fara að láta mig hverfa hehe. Alveg frá sumrinu var ég farin að fá á tilfininguna að einhverjar breytingar myndu verða í dansinum, ég vissi bara ekki hverjar. Það sem ég þarf að gera núna er að einbeita mér að sjálfri mér og því sem ég vil gera. Ég vil vera sjálfstæður dansari, fara á þau námskeið sem mig langar að fara á, semja mína eigin dansa, dansa með fifi og prófa eitthvað nýtt! Ég ætla á þau stuttu workshop sem Kramhúsið mun bjóða upp á fyrir advanced dansara. Maher kemur í febrúar og verður þá eflaust mikið stuð. Einnig ætla ég að fara á workshop með Khaled Mahmoud I Magadanshúsinu, námskeið hjá Josy ofl. Í stuttu máli ætla ég að nýta mér það sem er í boði svo lengi sem það vekur áhuga hjá mér, óháð því hvar það er.
Ég óska öllum gleðilegs magadansárs 2007. Ég hef mikla trú á að góðir hlutir muni gerast á þessu ári.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:42 | Facebook
Athugasemdir
ég var að fara hætta að lesa bloggið þitt :) var ekkert að gerast ! velkomin aftur :)
Rosana (IP-tala skráð) 31.12.2006 kl. 03:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.