18.10.2006 | 01:09
Magadanskeppni ofl.
Jæja, ég hef semsagt tekið ákvörðun um að taka þátt í Íslandsmeistarakeppninni í magadansi 2006. Keppnin fer fram 10. nóvember næstkomandi og verður örugglega mjög spennandi. Þetta verður örugglega bara mjög gaman og fínt að prófa eitthvað nýtt!
Er búin að vera í mikilli sjálfsskoðun upp á síðkastið utan og innan magadansins. Ég tel það án efa mjög gott fyrir mig að fara í þessa keppni. Hún er í raun soldið persónulegur þröskuldur fyrir mig sem ég þarf að komast yfir. Framkvæmdaleysið hefur fengið að njóta sín of lengi og nú hef ég fengið verkefni að takast á við. En ég þarf semsagt að semja dans sjálf og auðvitað geri ég miklar kröfur til mín um hvað ég þarf að sýna. Þarf að koma hugmyndunum úr hausnum á mér og út á gólfið (þröskuldurinn sem ég var að tala um).
Fór í einkatíma til Sofiu Vester í gær, sem var mjööööög gefandi. Ég mundi örugglega borga henni fyrir heilt námskeið þó hún væri bara að tala en ekki dansa. Hún gat sett puttann á það sem ég hef mikið verið að spá í en aldrei fundið lausn á. Niðurstaðan var aðalega sú að Soheir þarf að koma út úr skápnum og Mahmoud Reda má fara á hilluna í bili. Er mikið að vinna í því núna. Hvernig dansari er ég innst inni? Vona að mér takist að draga það út fyrir keppnina. Wish me luck!!
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 08:14 | Facebook
Athugasemdir
Já, veistu ég er alveg sammála.
Þetta er dáldið gott spark í rassinn, hvetur mann til að gera betur sig teyja sig lengra en áður.
Good luck!
Vala (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 09:49
Takk Vala og sömuleiðis!!
Soheir, 20.10.2006 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.