21.8.2006 | 18:34
Menningarnóttin mín
Menningarnótt var frábær! Ég sá reyndar enga atburði sjálf burtséð frá flugeldunum, en ég er ekki mikið fyrir að troða mér í mannþröng niðrí bæ. Verð bara pirruð.
Dagurinn byrjaði þannig að við Fifi vorum að dansa fyrir utan Yggdrasil kl. 15. Það var heeeví gaman! Vorum bara að improvísa og það var geðveikt næs stemmning. Síðan röltum við aðeins lengra niður skólavörðustíginn og ætluðum að kíkja á magadans sem var auglýstur hjá Verksmiðjunni. En við sáum hvergi magadans.... Þá röltum við áfram á Enricos og fengum okkur ljúffenga humarsúpu og lágum í leti í sófanum þar. Fórum svo og hittum restina af stelpunum niðrí bæ og vorum með sýningu á Ingólfstorgi, sem heppnaðist bara nokkuð vel. Eftir það fór ég nú bara heim, enda með allt of mikið til að bera í gegnum bæinn. Við Victor Már kíktum samt aftur seinna um kvöldið til að sjá flugeldana. Þurfti að láta hann syngja alla leiðina svo hann mundi ekki sofna, enda hefði hann ekki orðið ánægður hefði hann misst af þessu.
Minnið mig samt á næst þegar ég kaupi mér háhælaða dansskó að kaupa þá í réttu númeri. Því nú sit ég hér skorin til blóðs á fótunum. Ekki þægilegt get ég sagt ykkur, en maður lætur sig hafa það. Er þegar búin að panta nýja, því nú dugar ekkert annað en háhælaðir skór. Er síðan bara komin með kvef og í lungun og ligg helslöpp hérna heima. Mér var ekkert kallt þegar ég var að dansa en held ég hafi klætt mig of illa þess á milli.....
Takk allir sem komu að horfa á okkur!!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.