Kóngsins Kaupmannahöfn

Lela og SoheirJæja þá er ég komin heim eftir 10 daga ferð til Kaupmannahafnar. Er samt eiginlega enþá þar í huganum..... Ferðin var hreint út sagt FRÁBÆR! Þarna á ég svo sannarlega heima og ég get ekki beðið eftir að flytjast þangað.

Fyrstu vikuna bjó ég hjá Lelu, aðaldansara Shams el amar. Hún býr í höll, húsið hennar er eins og klippt út úr "Hús og híbýli". Hún er með eigið dansstúdíó og heilann gang með 5 stórum skápum fullum af búningum! Einn fyrir modern búninga, einn fyrir pils, einn fyrir heilbúninga, einn fyrir klassíska og einn fyrir allt það sem hún er með til sölu. Þarf eg að nefna að ég keypti eitt stykki búning og 2 auka pils? Enda búningarnir hennar og sérstaklega pilsin "one of a kind", sérsaumuð af íranskri saumakonu.

Fyrsta kvöldið fór ég með henni að sjá hana dansa á veitingastöðum. Það var bara farið í búning heiman frá og svo keyrt eins og brjálæðingur á milli staða. Veitingastaða dansbransinn er einstakur og gaman að sjá hvernig hún "tæklar" kúnnana. Við enduðum svo á Marrocan veitingastað sem heitir Marrakech Kitchen og fengum okkur að borða þar, fullt af sýnishornum af sjúklega góðum mat.

Maizena, Linnea og SofiaVikan leið svo með því að ég kannaði allar helstu verslanir og verslunarmiðstaðir bæjarins, labbaði strikið, fór út að borða og hitti gamla vini sem ég á frá því að ég bjó þarna. Einnig fór ég á 8 tíma workshop með Sofiu Vester í Danmarks mavedanserskole, sem by the way er minnsta dansstúdío sem ég hef séð.

Á föstudeginum þurfti ég að flytja, þar sem Lela átti von á allri fjölskyldunni sinni í heimsókn frá Marokkó. Ég tjekkaði mig því inn á hótel í miðbænum og fór svo beina leið út á flugvöll að sækja Josy, sem ætlaði að vera með mér þarna síðustu helgina. Föstudagurinn fór síðan í að versla og svo aftur út með Lelu á veitingahúsa dans rölt. Ætluðum að enda kvöldið á tyrkneskum veitingastað, en á meðan við vorum að borða þar var hringt í Lelu og hún beðin að dansa á lesbíubar...

Á laugardeginum fórum við svo að versla meira og í heimsókn til Lelu. Um kvöldið var síðan lokahóf "sumarskóla Sofiu og Maizenu". Það var búið að biðja okkur að dansa og við gerðum það við frábærar viðtökur. Röltum síðan niður í bæ og komum við á Marrakech Kitchen, maroccan veitingastaðnum sem ég fór á helgina áður. Hittum þar eigandann, Suhail og áttum djúpar spiritual samræður. Hann fór síðan með okkur á Jazzhouse, sem er sko ekki djass staður heldur stór og frábær skemmtistaður sem ég skemmti mér oft á í "gamle dage".

Josy, Suhail og SoheirSuhail var búinn að biðja okkur að dansa á veitingastaðnum á sunnudeginum, þannig að eftir að hafa sofið vel út, röltum við aftur niður í bæ. Marrakech Kitchen er rosalega fallegur veitingastaður og sá fínasti arabíski í bænum. Suhail kom fram við okkur sem drottningar, fór með okkur út að borða og keyrði okkur út um allt og sýndi okkur alla Kaupmannahöfn. Eftir að við komum aftur upp á hótel lágum við svo í hláturskasti alla nóttina og alla leiðina heim til Íslands. Þessi ferð var án efa mikil upplifun. Ég lærði sérstaklega mikið um veitingastaðadans, spirituality......og PUMA store......

VIDEO frá Kaupmannahöfn www.youtube.com/soheir1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband