The Cure...

cimg0937.jpg

Vá ég fór í dag og keypti mér nokkra geisladiska og það voru ekki magadanslög á þeim híhí........ Það gerist skal ég segja ykkur nánast aldrei, enda finnst mér verð á diskum hér á landi alveg til skammar. Keypti mér oft diska þegar ég bjó í Danmörku, en fell alltaf í yfirlið þegar ég kem inn í svona búðir hér og tími aldrei að kaupa mér neitt. En nú datt ég inn á útsölu í Skífunni. Og hvað haldiði að ég hafi keypt mér? Nei ég er sko orðin svo gömul og hætt að vera hipp og kúl, þannig að ég keypti mér best of the Cure og best of Guns´n roses. (Er það samt ekki smá kúl?). Ég á svo margar skemmtilegar minningar við þessi lög. Reyndar er eina minnig mín af the Cure frá Hróarskelduhátíðinni þegar þeir voru að spila og ég sat lost inni í tjaldi og var búin að týna vinkonu minni. Síðan komst ég að því að hún hafði orðið undir í troðningi og lent á spítala. Lærvöðvinn hennar dó og er enn dauður í dag..... Samt sem áður skemmtileg minning að hafa heyrt í the Cure í Roskilde. Já Roskilde var bærinn minn. Þar bjó ég og fór á Roskilde festival á hverju ári. Allavega í 4 ár, þá fékk ég nóg....... Eitt sinn var ég meira segja að skemmta þar. Man varla hver skemmtunin var, en við vorum frekar kú kú. Hmmmm ég held ég eigi meira segja mynd......

Já, stundum sakna ég gömlu tímanna, þegar maður var algerlega áhyggjulaus. Þá var maður að drífa sig svo mikið að verða fullorðin. Þvílík vitleysa! Hey þið sem eruð á gelgjunni (ef einhverjar gelgjur nenna að lesa bloggið mitt), njótið þess!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ó já, það er æðislegt að vera áhyggjulaus gelgja eins og ég ! ;)

Vala (IP-tala skráð) 19.8.2006 kl. 21:50

2 identicon

Ó já, það er æðislegt að vera áhyggjulaus gelgja eins og ég ! ;)

Vala (IP-tala skráð) 19.8.2006 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband