21.2.2006 | 14:55
Dansveisla Kramhússins á Nasa
Fimtudagskvöldið 23. febrúar mun Kramhúsið í samvinnu við Vetrarhátíð Reykjavíkur standa fyrir fjölþjóðlegri dansveislu á Nasa, Austurvelli. Þar verður afró, funk jazz með street ívafi, magadans, Bollywood og flamenco svo eitthvað sé nefnt. Sérstakir gestir kvöldsins eru dansarinn Guyom frá Frakklandi og magadansmærin Sabah frá Chicago. Pörupiltar munu sýna sig og sjá um kynningu. Að sýningu lokinni verður opið dansgólf. Sýningin hefst kl. 20.30, frítt inn.
Við ætlum semsagt að taka tvo dansa þarna, El wala wala og Pharaonic. Þeir verða þó ekki sýndir í röð, þar sem við þurfum að skipta um búninga og setja á okkur hárkollur og solleis.... Pharaonic dansinn er alveg nýr. Pharaonic er soldið spes stíll ef hægt er að kalla þetta stíl. Það eru nefnilega ekki til neinar heimildir um dansana frá tímum faraóanna og gæti hver sem er komið með sína túlkun á þessum tíma, sem þó er unninn eftir veggmyndum faraóanna. Við treystum Maher fyrir þessu, enda egypti sjálfur, en hann ákvað að blanda saidi saman við sem meikar soldið sens þar sem þetta er frá sama svæði. Svona nokkurnveginn eins og nútiminn og fornöld blandað saman. Við munum allavega bara hafa gaman að þessu og vona að þið skemtið ykkur yfir þessu líka! Hinn Maher dansinn mun ekki vera sýndur í þetta skiptið, því við eigum eftir að fínpússa hann. En það er vonandi ekki langt í næstu sýningu....
Sabah mun líka vera með smá fusion. Hún tekur 2 sóló og mun annað þeirra vera on pointe. Það verð ég að segja að er soldið "spektacular". Get ekki beðið eftir að sjá það, en ég hef einu sinni séð svona á dvd og VÁ ég gapti... Fyrir sýninguna mun vera eitthvað ljósashow á Austurvelli. Þá er víst meiningin að gluggar Alþingishússins verði lýstir upp og þar munu kennarar Kramhússins vera með eitthvað "show". Veit ekki alveg hvernig það verður, en það hljómar allavega spennandi. Sjáumst vonandi á fimtudag!
Fann dagskránna á Kramhús síðunni:
Breytt 5.8.2006 kl. 17:01 | Facebook
Athugasemdir
Það verða reyndar ekki gluggar Alþingishússins sem verða upplýstir heldur verður þetta í húsi sem þingið er með hinum megin við Austurvöll (húsið þar sem Thorvaldsen er á neðstu hæðinni); þar er mikill glerstigagangur og meiningin er víst að í honum verði dansari á hverri hæð og ljóskastarar á þeim til skiptis. Mjög spennandi.
Erna E. (IP-tala skráð) 23.2.2006 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning