29.1.2006 | 12:27
Á döfinni
Er að reyna að koma mér í skrif stuð. Þarf að skrifa niður dansinn sem ég er að kenna. Er búin að lofa að koma með hann svart á hvítu á morgun..... Það verður síðasti kennslutíminn minn í bili, en Maher kemur á miðvikudaginn. Þá tekur við mikil keyrsla. Held hann ætli að kenna okkur 3 dansa á 10 dögum. Það er náttlega enginn sem getur þetta nema hann, maður er altaf jafn hissa á því hvernig hann fer að þessu.
Síðan kemur Sabah 16. feb. Vá ég get ekki beðið eftir að hitta hana aftur! Verður geggjað að heyra hvernig henni gekk í privat audition hjá Bellydance Superstars. Ég er viss um að hún hefur staðið sig með sóma. Annars er það nú svo spes með bandaríkjamenn að þeir þurfa altaf að vera að búa til eitthvað nýtt, þannig að stelpan okkar fór og dansaði magadans on pointe. Hallah Moustafa, sem kom þessu öllu í kring, sannfærði hana um að gera það. En ég hef ekkert heyrt enþá um hvernig þetta gekk, ég bíð spennt!
Svo fæ ég búninginn minn eftir viku! Jibbíí
Breytt 5.8.2006 kl. 17:01 | Facebook
Athugasemdir
Vííí ég hlakka svo til að sjá búninginn þinn !
Og líka ekkert smá til að Sabah aftur ! Kannski kemur hún með appelsínugula búninginn "minn"...:P
Vala (IP-tala skráð) 29.1.2006 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning