Aftur í gírinn!

Jæja, best að fara að koma sér í gírinn aftur! Við erum nefnilega að fara að sýna á menningarnótt eftir 2 vikur! Verðum á sviði á Ingólfstorgi kl. 18.00. Vorum bara að fá þessar fréttir í dag og þurfum núna að fara aftur í æfingargallann og æfa stíft næstu 2 vikunar. Losa sig við sumarspikið! Við Sigga erum í átaki saman og keppni hvor nær að losa sig við síðustu kílóin fyrst. Það eru svosem engin verðlaun, en það er góð hvatning!

Enþá meiri hvatning er þó nýji búningurinn! Vá ég gæti sko slefað á hann.0 Losaði mig við gamla túrkisbláa búninginn, því ég hef aldrei fílað mig í honum. Þessi er reyndar líka túrkisblár, alveg nýr Eman Zaki og hann er sjúklega flottur. Ég ætla ekki að sýna ykkur mynd, þið verðið bara að koma á menningarnótt hehe.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband