30.6.2006 | 21:09
Magadansflipp
Jæja best að fara að blogga svo Fifi verði róleg
Það hefur nú verið annsi rólegt hjá mér þannig séð í dansinum síðan 17. júní. Þurfti smá breik frá þessu til að hlaða hugann. Er búin að vera svo þreytt og finn það að ég þarfnast þess virkilega að komast í sumarfrí. Svo er ég þannig séð búin að vera grasekkja síðan við keyptum Mekong veitingastaðina. Denni búinn að vera á fullu í því og ég lítið getað hjálpað þar, allavega enþá. Minnka við mig núverandi vinnu eftir sumarfríið og fer út í veitingareksturinn. En það er nú bara vika í fríið! Ætla að reyna að nýta það í að koma þessum dönsum sem eru í hausnum á mér út á dansgólfið. Er alltaf með hausinn fullann af hugmyndum, en á erfitt með að finna tímann til að þróa þær. Hann gefst kannski núna, en ég er að fara í sumarfrí í fyrsta skipti í 3 ár.
Á morgun verða Særós, Birgitta og ég að dansa niðrí bæ á Landsbankahátíðinni( 120 ára afmæli Landsbankanns). Við byrjum rúmlega 12 á Lækjartorgi og færum okkur svo á ýmsa aðra staði í bænum. Verðum að dansa milli 12-13 og síðan aftur á milli 15-16. Það verða einnig ýmsar aðrar uppákomur frá Kramhúsinu og öðrum og mun sönn karnivalstemmning ríkja í bænum. Við stelpunar (eða sko ég gamla geitin og ungu gelgjunar híhí) ætlum að taka þetta soldið á flippinu. Þetta verður örugglega mikill spuni (stelpunar vita ekki einu sinni hvaða lög ég kem með hehe) og munum við reyna að skapa einskonar hafle stemmningu. Þannig að ef þú átt leið niður í bæ, þá skalltu ekki láta það koma þér á óvart ef ég býð þér upp í dans!!
Breytt 5.8.2006 kl. 17:01 | Facebook
Athugasemdir
Gangi ykkur vel, verð með ykkur í anda. Þarf því miður að vinna til 16. :( Gott að lesa bloggið þitt aftur. :)
Fifi (IP-tala skráð) 30.6.2006 kl. 21:33
vá hvað þetta var gaman!! aftur aftur!
Særós (IP-tala skráð) 5.7.2006 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning