Þá er það öruggt

Við erum semsagt alveg pottþétt að fara til Stokkhólms. Ég, Fifi, Noura, Zizi, Særós, Magda og Shadia. Búnar að kaupa miðana og panta hótelið! Ef fleiri ætla með okkur þá er alveg að verða síðasti séns! Hótelin eru að fyllast og það eru ekki mörg þarna í grenndinni. Ja ekki nema maður sé loaded with money sko.....

Jeijjjj það verður svooooo gaman hjá okkur! Það er reyndar ekki komið "schedule" á workshoppin enþá, þannig að ég er ekki búin að ákveða hvaða kennara ég fer til. Er soldið spennt fyrir að prófa Khaled Mahmoud. Þær sem hafa séð hann dansa vita afhverju. OMG ef hann væri kona þá væri einhver búinn að skjóta hann úr öfundsýki! Annars þar fyrir utan er ég að spá í Yousry Sharif, Tito eða Aidu Nour. Get ekki gert þetta upp við mig. Ætla að velja 2 og láta þetta ráðast af því hvað þau munu kenna, en það kemur í ljós. Svo verða auðvitað strangar æfingar og sýningar. Verður alveg geggjað stuð. Ef einhver hefur áhuga á að koma með, hafiði þá samband við mig. Ég er búin að fara tvisvar áður og get aðstoðað við ýmislegt í þessum málum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jeij þá er Ludy búin að bætast við hópinn. Fleiri?

Soheir (IP-tala skráð) 1.3.2006 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband