Stokkhólmsferðin - varúð laaaangt!!

Jæja best að reyna að koma þessu frá sér. Það gerðist svo margt að ég er varla farin að sjá ferðina í samhengi enþá. Ég skal reyna að spóla til baka í myndavélaminninu.... Það er samt eitt vídjóklipp sem tekur mesta plássið í hausnum mínum, Fifi, þú veist hvað það er hehehe...

Við semsagt lendum um hádegi á fimtudeginum, mismunandi vel úthvíldar. Hittum Maher og Særósu á flugvellinum, en þau komu samferða frá Danmörku 3 tímum fyrr og biðu eftir okkur. Þar sem Maher er master teacher þá var hann sóttur af skipuleggjendum og við auðvitað með honum. Síðan fórum við á hótelið, skiptum um föt og lögðum af stað á festivalstaðinn. Þegar þangað var komið fóru sumar á workshop en aðrar slökuðu á á bazarnum og skoðuðu búninga. Ég fann btw. draumabúninginn minn, en keypti hann ekki. Fæ hann eða annann svipaðann á betri díl í haust, þannig að ég ákvað að eyða peningunum í eitthvað annað. Um kvöldið var fyrsta sýningin. Tito og Aida Nour stóðu uppúr þeirri sýningu að mínu mati. Tito var svo klikkaðslega flottur að ég veit bara ekki annað eins! Að sjá hann þarna í eigin persónu  dansa á tablatrommunni með vatnspípuna á hausnum, var algjörlega ómetanlegt!

Föstudagsmorgun þurfti ég að vakna snemma og fara á workshop. Við Særós fórum saman á drumsolo workshop hjá Zeinu. Hún er frábær kennari og dansinn var æðislegur. Því miður kláruðust diskarnir, þannig að við náðum ekki að fá tónlistina, en það ætti ekki að vera erfitt að redda henni samt. Síðar um daginn voru flestar okkar að fara til Khaled Mahmoud. Khaled er ein yndislegasta persóna sem ég veit um. Hann er svo gefandi, hógvær og umfram allt frábær dansari og kennari. Við munum pottþétt sjá meira af honum í framtíðinni! Um kvöldið var síðan önnur sýning. Nour og Khaled stóðu uppúr það kvöldið. Ég hef ekki séð Nour dansa áður, en ég varð gjörsamlega ástfangin af henni sem dansara. Vá hún er sjúklega flott!! Ætla að hafa hana sem eina af mínum fyrirmyndum héðan í frá. Khaled var auðvitað æði líka í rósótta búninginum sínum, sérstaklega þegar hann birtist okkur eftir hlé með cymbalana sína efst á áhorfemdapallinum og dansaði svo allann hringinn. Það var alltaf mikið stuð á master kennurunum úti í hléunum. Aida Nour að dansa fyrir Mahmoud Reda og láta hann giska hvaða dans osfr. Ferlega gaman. Fifi var svo frökk að biðja einn master kennarann að giftast sér. Hún var reyndar að djóka þar sem hún hélt hann væri hommi, en annað kom síðan á daginn. Annar master kennari gaf þau saman og nú eru þau hjón  0

Síðan rann laugardagurinn stóri upp. Við vissum að hann yrði strembinn, þannig að við vorum ekki búnar að skrá okkur á nema eitt workshop þá. Noura, Shadia og ég fórum til Yousry Sharif og restin til Mahmoud Reda. Við Noura höfðum alltaf séð eftir að hafa ekki farið til Yousry árið 2004, þannig að það var löngu ákveðið að við myndum prófa hann þegar hann kæmi aftur. Við sáum nú aldeilis ekki eftir því!! Vá hann er geggjaður kennari. Soldið fyndinn karakter samt. Mjög alvarlegur og strangur en með voða fyndið glott á andlitinu. Ef einhver gerði villu þá var hann drepinn með augunum, en síðan fyrigefið með glottinu. Við lærðum alveg frábærann stafadans hjá honum. Síðan var æft á sviðinu með öllum dönsku stelpunum (2 af þeim eru reyndar íslenskar en búnar að búa úti lengi). Lela kom fashionably late, en það var æðislegt að sjá hana aftur.

Síðan var rokið út á hótel til að hafa sig til fyrir sýninguna. Við vorum síðan mættar aftur klukkutíma fyrir sýningu. Það var mikið stuð hjá okkur backstage enda vorum við 14 frá Shams El Amar samtals. Atriðin okkar gengu alveg stórkostlega vel. Mish a oulek var fyrstur og við gáfum okkur 100% og fengum salinn með okkur. Aida Nour byrjaði meira segja að tala arabísku við Fifi á eftir og neitaði að trúa því að hún væri ekki arabi, þar sem hún hafði sungið svo vel með hehe. Faraó dansinn sló líka í gegn. Það var settur reykur á sviðið, þannig að það leit út eins og við kæmum út úr gufum fortíðarinnar. Magnað alveg. Ludy var í salnum með áhorfendum og fylltist þjóðarstolti og tók myndir. Kynnirinn talaði um að annaðhvort væru þessar íslensku stelpur svona rosalega góðar eða þær væru með svona rosalega góðann kennara. Eða var það bæði? Linnea Færch, sem einnig var meðal áhorfenda talaði um að okkar atriði hefðu verið með þeim betri þetta kvöld. Dönsku stelpurnar voru síðan með 2 aðra dansa, einn stafa og einn Eskandaria og síðan var Lela og Maher með dúett eins og alltaf. Þetta var síðasta sýningin og endaði hún með stæl. Svaka stuð á öllum, blóm út um allt, mikill dans og mikil gleði.

Á sunnudeginum ætluðum við svo að enda þetta með stæl. Flestar með 2 workshop bókuð og án pásu á milli. Að dansa 5 tíma í trekk er erfiðara en maður heldur, en við vorum rosalega duglegar að teygja sem betur fer. Held það hafi þó enginn sloppið alveg við þreytu og stirða vöðva. Ég, Noura og Shadia héldum áfram hjá Yousry og Fifi náði að snigla sér þangað inn líka, eftir að hafa verið á biðlista síðan 8 um morguninn. Ákveðinn aðili elti hana í alla tímana þann daginn og horfði á hehehe... Þegar Yousry var búin stálumst við Fifi út í smá pásu áður en haldið var í næsta tíma, Street Shaabi hjá Ahmed Fekry. Ahmed kom mér á óvart. Ég var ekki með neinar væntingar og vissi í raun ekkert um hann sem kennara, en valdi þetta workshop þar sem mér fannst stíllinn áhugaverður. Við lærðum alveg æðislegann dans! Vá hvað ég fíla þetta shaabi í tætlur. Það er ekta ég. Síðan sló klukkan 18.30 og þá var allt búið. Við fórum upp á bazarinn þar sem verið var að pakka öllu niður (dónt wörrí ég náði alveg að kaupa mér fullt heheheh). Master kennarinn sem var búinn að elta Fifi á röndum eins og smástrákur allann daginn náði svo að smella á hana einum heitum kossi þarna fyrir framan alla. Hún sveif svo á bleiku skýji alla leiðina heim. Bæði voru þau reyndar voða feiminn og ekki þorði hún að láta hann fá símann sinn. Þannig að Noura tók málið í sínar hendur....

Noura hljóp niður brekkuna, stökk fyrir bílinn sem hann sat í og öskraði "stop the car stop the car!!!". Þetta var há dramatískt eins og í bíómynd.... Síðan lét hún hann fá númerið og emailið og hann sat eftir með bros út að eyrum.0 Síðan fórum við út að borða og uppgötvuðum til mikillar skelfingar að Ludy hafði týnt nýju myndavélinni sinni með öllum myndunum fyrr um daginn. Hringdum við þá í Mohamed sem til mikillar lukku hafði fundið vélina. Daginn eftir, eða sama dag og við áttum að fara heim, gengum við þá út að Kairobazar og hittum Mohamed sem kom þrem korterum of seint með myndavélina. Í mikilli panik keyrði hann okkur þá aftur að hótelinu svo við myndum ekki missa af vélinni okkar. Þegar komið var út á flugvöll hittum við síðan aftur (guess who?) ákveðinn masterkennara sem var á leið aftur heim til Kairó. Fifi fékk annann koss á hálsinn og loforð um bréfaskriftir og ætlaði nánast að skipta um ferðaáætlun. Rómó ekki satt?? Síðan stigum við allar dauðþreyttar upp í vél, en ákfalega ánægðar með ótrúlega skemmtilega ferð, sem án efa verður endurtekin að ári liðnu.

Myndir frá ferðinni má finna HÉR. Ég mun hlaða fleiri myndum þarna inn, þar sem mig vantar myndir frá Ludy af okkur að sýna. Ætti að fá þær á morgun og mun svo velja úr myndir til að setja á bellydance.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ferðin var æðisleg, mikið drama í kringum þessa ferð. en bara til skemmtunar. Get ekki beðið eftir að heyra í sumum. Er sjálf búin að blogga um þetta ævintýri. aiwa aiwa

Fifi (IP-tala skráð) 31.5.2006 kl. 00:28

2 identicon

Besta ferð í heimi? Játs.

Mokki (IP-tala skráð) 31.5.2006 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband