7.2.2006 | 17:06
Konukvöld Létt ofl.
Jæja við erum víst að fara að dansa á konukvöldi Létt fm á morgun í Smáralind (www.lett.is). Þar er lofað karnivalstemmningu í hléinu og þá verðum við semsagt að dansa, frammi nálægt Hagkaup (á milli kl. 21-22). Mér skilst að maður þurfi bara miða til að sjá dagskránna í Vetrargarðinum, en að allir geti farið inn í Smáralind. Þetta verður annars eitthvað skrautlegt þar sem við höfum bara náð að æfa í hálftíma....
Nóg að gera í tímunum með Maher. Hann er byrjaður að gefa okkur flóknari dansa, þar sem við erum nú orðnar kunnar hans stíl, sem er alveg spes. Hann hefur ekki gaman að því að fara eftir formúlum og apa eftir öðrum. Hans dansar eru orginal. Verður gaman þegar við förum svona margar til Stokkhólms núna (allavega 7). En við erum semsagt að fara á Stockholm bellydance festival og sýna með Shams Al Amar, sem er hópurinn hanns Mahers og taka workshop með bestu kennurunum frá Egyptalandi.
Breytt 5.8.2006 kl. 17:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning