Stockholm bellydance festival 2007

Soheir, Fifi, Margrét R. og MagdaJæja, þá er maður komin heim......því miðurPinch

Þetta var auðvitað algjört ævintýri eins og alltaf. Komum út á miðvikudegi og fórum út að borða á geðveikum Líbanskum veitingastað. Fengum svona 20 rétti að smakka, nammi namm.

Vöknuðum svo snemma daginn eftir og skráðum okkur inn. Byrjaði daginn á workshoppi hjá Yousri Sharif. Hann var auðvitað alveg frábær og kenndi okkur frekar flókinn dans. Fór síðan og missti mig aðeins á Bazarnum. Varð að drífa mig áður en Josy keypti allt haha. Fann alveg geðveikann tiger búning. Hafði ekki haldið að ég mundi falla fyrir svona, en hann er mjög sérstakur. Best að fela hann fyrir einni sem ég veit að mun falla fyrir honum hehe (þú veist hver þú ert hehehe).Tounge

Josy var í 3. sæti!! vúhúúKeppnin var á fimtudagskvöldinu. Josy tók þátt og stóð sig alveg glæsilega vel. Endaði í 3. sæti og hefði mátt vera ofar að mínu og annara mati. En standardinn var mjög hár hjá flestum stelpunum og því mikil samkeppni (kannski fyrir utan einn þjóðflokk, segi ekki meir W00t). Dómarar voru Mahmoud Reda, Farida Fahmy og Yousri Sharif.

Fifi og SoheirFór svo á workshop hjá þremur öðrum kennurum: Faridu Fahmy, Tito og Aidu Nour. Farida var alveg ótrúleg. Ég hef heyrt um að fólk fari að grenja á að sjá suma dansa sem snertir þá. En vá ég fór nú bara næstum að grenja yfir kennslunni hjá þessari konu! Ég sver það ég hef aldrei vitað annað eins , hún er stórkostleg!! Hún og Aida voru á toppnum hjá mér í ár. Ég auðvitað dái og dýrka Aidu Nour og hennar stíl. Hún er líka bara svo frábær persóna og einlæg. Ég mun héðan í frá taka öll workshop með henni sem ég kemst á. Já svo keypti ég líka hvítu Galabeyuna hennar. Þarf reyndar að þvo hana, því hún angar af ilmvatni og er með varalitablettum. Held samt að það sé frekar auðvelt að ná úr. Er svo með nokkrar auka ef einhver hefur áhuga. Þær eru ódýrar. Já hehemm, svo keypti ég mér líka alvöru melaya leff kjól. Hefði líka keypt einn rauðann sem Aida Nour ætlaði að koma með fyrir mig, en taskan hennar glataðist á leiðinni og hún fékk hana ekki aftur.Crying Fæ samt annaní staðin, tekur bara smá meiri tíma.

Noura, Soheir og FifiSýningin gekk ótrúlega vel. Allar voru svaka flottar. Auðvitað þurfti að vera smá drama eins og gengur og gerist. En svona í heildina held ég að allar hafi bara verið ánægðar.  Maher var búinn að semja einn spes dans tileinkaðum og um Mahmoud Reda. Það heppnaðist svo vel að Reda kallinn fékk tár í augun og kom upp á svið og faðmaði Maher. Æ hann er svo yndislegur.Smile

Sunnudagur er alltaf sorgardagur....síðasti dagurinn. Klára workshoppin, kveðja osfr. Manni langar sko ekki baun að fara. Þurftum svo að vakna kl 4 og ná flugi....sem ég missti næstum af. Þurfti að hlaupa út í vél útaf ömurlegri biðraðamenningu svía. Þá var búið að loka gateinu, en ég komst samt með. Það voru þó ekki allir svo heppnir, fullt af fólki sem missti af vélinni (engin af okkur samt)

Jæja, þá er bara að bíða í enn eitt árið....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heyrðu þú þarna! mig langar að kíkja á þennan búning ;)

Rosana (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband