6.4.2007 | 15:19
Magadanssýning ofl.
Jæja, kannski kominn tími á blogg.....
Nóg að gera í dansinum. Ekkert páskafrí þar, sem er ágætt. Erum að leggja síðustu hönd á Shams el Amar dansana sem við lærðum síðast þegar Maher kom. Svo þeir verði nú tilbúnir áður en hann kemur næst og önnur verkefni taka við. Já meistari Maher kemur semsagt aftur í næstu viku! Stoppar stutt í þetta skipti, eða frá 11.-15. apríl. Það þýðir þó ekki að við lærum neitt minna því við fáum 4 x 2,5 tíma með honum og ætlum allavega að læra 1 melaya dans. Ef þið viljið skrá ykkur þá er það hægt á www.kramhusid.is . Bæði workshop fyrir miðstig og framhald!
Við ætlum einnig að nýta tækifærið á meðan Maher er hérna og skella upp einni pjúra magadanssýningu! Þetta verður fjáröflunarsýning á okkar vegum, svo við getum haldið uppi heimasíðu og öðru skemmtilegu. Hún verður haldin í Þjóðleikhúskjallaranum föstudaginn 13. apríl, kl. 21. Svo verður öllum frjálst að vera áfram og skemmta sér eftir sýninguna. Fram koma magadanshópur Kramhússins "Raqs Sharki", Maher Kishk og hópurinn hanns "Shams el Amar", ýmsir dúettar, sóló, byrjendur og miðstigshópurinn úr Kraminu. Mæli með þessari sýningu sem verður fjölbreytt.
Sumir hafa velt fyrir sér "Hver er munurinn á Raqs Sharki og Shams el Amar? Eða er einhver munur, eru þetta ekki allt sömu stelpurnar osfr.? Jú það er munur! Raqs Sharki er eins og ég sagði áðan magadanshópur Kramhússins, sem samanstendur af nemendum í framhaldshóp. Þær eru með áherslu á egypskann klassískan magadans, svona eins og flestir þekkja hann og dansa kóreugrafíur eftir hina ýmsu danshöfunda og kennara Kramhússins.
Shams el Amar aftur á móti er hópurinn hanns Mahers. Hann stofnaði þennann hóp árið 1994 í Danmörku og íslandsdeild sína árið 2004. Maher kennir í Kramhúsinu og eins og staðan er í dag eru flestar íslensku stelpurnar í hópnum líka í Raqs Sharki hópnum. Munurinn er samt sá, að Shams el Amar dansar eingöngu dansa eftir Maher og stíllinn er allt annar. Meira út í leikrænan "egyptian folklore", með einstökum blöndum af cairo poppi. Dansarnir hanns eru oft eins og leikrit og segja alltaf einhverja sögu. Þá vitiði það, ef þið voruð eitthvað confused!
Eeeeeenííiveis! Endilega kíkið á sýninguna okkar, við lofum stuði!! 1000 kr. inn við dyrnar!!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.