Mahermania

Jæja, nú er Maher búinn að vera hér í viku og 3 kg. farin.. Þetta er algert brjálæði ég er að dansa marga klukkutíma á hverjum degi. En mikið er það yndislega gaman!!!

Erum búnar að læra tvo dansa, einn mjög flottann stafadans og einn baladi, sem er mjöööög leikrænn. Hann fjallar um konu sem hættir með manni. Hún segist ekki vilja heyra í honum því orð hanns séu innantóm, hún vil ekki sjá hann og svo ætlar hún að kremja hjartað hanns. Þetta er allt túlkað í dansinum og með mikilli innlifun.Halo

Svo er Vetrarhátið á fimtudaginn og í því tilefni verður Kramhúsið með dansveislu á Nasa kl. 21. Þar munum við sýna stafadansinn og svo mun ég taka dúett með Maher.  Verður alveg einstaklega gaman og hvet ég alla til að koma að sjálfsögðu!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband