Sýningin, melaya ofl

Ég ætla ekkert að afsaka mig. Ég er bara lélegur bloggari, svona er það bara!

Sýningin gekk rosa vel. Lýsingin var reyndar soldið léleg, en það verður bara að hafa það. Held að allir hafi skemmt sér svaka vel og tekist vel með sitt. Ég dansaði í tveimur hópa-maher dönsum, einn dúett með Siggu og einn dúett með Maher. Það var svaka gaman og ég vona að það komi eitthvað af góðum myndum bráðum. Námskeiðið með Maher var líka frábært. Þetta voru 4 dagar, 2,5 tími í á dag. Ég elska svona púl-námskeið hehe. Við lærðum svaka flottann Melaya dans og erum núna að æfa hann tvisvar í viku. Verðum að hafa hann perfekt þegar við förum til Stokkhólms að sýna hann eftir 22 daga! Bara soldið vesen að aðeins helmingurinn af okkur eigum melaya slæður og hinn helmingurinn er að æfa með einhver teppi, sem eru svo allt öðruvísi að vinna með. Þær fá ekki réttu slæðurnar fyrr en í Stokkhólmi. Ef einhver þarna úti á melaya slæðu sem hún vil selja eða lána þá væri það vel þegið.

Ég hef ákveðið að selja hvíta kjólinn minn. Hef bara notað hann einu sinni. Ef einhver hefur áhuga þá endilega hafa samband við mig! Það er mynd af honum í albúminu. Það gengur eitthvað erfiðlega að setja hana inn í færsluna...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

19 dagar:D

Magga (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband